Leita í fréttum mbl.is

Æ, hef ég Þrótti gleymt?

Ekki er það mér til sóma að láta seinustu færslu standa hér gapandi efst á síðunni.

Þróttur, kæri Þróttur til hamingju með árangur sumarsins í öllum deildum félagsins. Fyrir ókunnuga get ég útskýrt að hér á ég við Knattspyrnufélagið Þrótt í Reykjavík, en af hverju ég - karlmaður á sextugsaldri ber tilfinningar til íþróttafélags (kæri,elskulegi,ljúflingur - Þróttur) það get ég nú ekki útskýrt í fáum orðum og best er að sleppa því alveg.  Segi - Þróttur og Þróttarar, hjartans þakkir fyrir skemmtilegt sumar og gangi vetrarstarfið vel.

Sérstaklega fagna ég árangri meistaraflokks karla í fótbolta, en þeir urðu í 2. sæti í 1.deild og fluttust þar með upp í efstu deild.

Þróttur er með starfsemi í þessum greinum: Knattspyrna (kv og kar), Blak (kv og kar), Handbolti (kv og kar- mfl.karla er nú með á Íslandsmóti í fyrista skipti í 21 ár), Tennis (kv og kar), Krulla (held að það séu blönduð lið) og  Körfubolti (kv og kar, með Ármanni)


Og Þróttur hikstar enn!

Ó, jæja, enn dregst það að Þróttarar sanni ágæti sitt (í 1.deild karla, knattspyrnu), í dag töpuðu þeir fyrir ÍBV 1-2 og þá ræðst staða okkar (Þróttara) í deildinni í seinasta leik - næsta föstudag er seinasti leikurinn og hann er við Reyni í Sandgerði sem núna er í fallsæti. Reynir virðist vera í nær vonlausri stöðu og það er auðvitað stórhættulegt fyrir Þrótt. Ef ég man rétt þá var þjálfari Þróttar, Gunnar Oddson, þjálfari Reynis í fyrra - þegar þeir fóru upp um deild, skondið, eða öllu heldur kaldhæðinslegt. Hugur minn er svoldið hjá Reynismönnum því það er svo svekkjandi að falla strax að ári, en til að Reynir haldi sæti sínu í deildinni þyrfti KA að tapa stórt fyrir Þór og þeir að vinna Þrótt örugglega. Sem auðviðað er ekki inni í myndinni hjá okkur Þrótturum.

Marki fagnað


Jack White og Bob Dylan, Outlaw Blues

Bob Dylan and his Band voru með aðra tónleika í Nashville í gærkvöldi og þeir gerðu það aftur, þ.e. Jack White tók aftur lög með Dylan og þau ekki af verri endanum. Fyrst var það One More Cup of Coffee (sem White Stripes hafa tekið á tónleikum) af Desire og svo frumflutningur á 42 ára gömlu lagi!! Þeir tóku Outlaw Blues af Bring it all Back Home og Jack White söng það.HotBobJack White.1  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                             Textabrot úr Outlaw blues:

                                             I got my dark sunglasses,
                                             I got for good luck my black tooth.
                                             I got my dark sunglasses,
                                             I'm carryin' for good luck my black tooth.
                                             Don't ask me nothin' about nothin',
                                             I just might tell you the truth.

 


Meet Me in the Morning, Bob Dylan

Þau tíðindi bárust í morgun að á tónleikum í gærkvöldi í Nashville, Tennessee, hafi Bob Dylan flutt Meet Me in the Morning í fyrsta skipti live á tónleikum og Jack White tók undir í söng og gítarleik. Og hvað með það gæti einhver spurt, ja það er nú bara þannig að þetta lag er af einni bestu plötu Dylans, Blood on the Tracks, og þó það sé ekki það þekktasta af plötunni þá er það ekki minniháttar lag, heldur tilfinningaþrungið blúslag með þó nokkrum blús textafrösum - en með sannri tilfinningu. Og aðalatriðið er auðvitað að það hefur aldrei verið flutt opinberlega fyrr og það er eitt af því sem gerir lífið skemmtilegt hjá Dylanvinum að rekast óvænt á gamla vini á tónleikum - þó þeir hafi ekki sést í segjum 32 ár (Blood on the Tracks kom út 1975). Jack White er annar tveggja meðlima The White Stripes og hann er einmitt fæddur 1975!

Lagalisti:   
Nashville, Tennessee
Ryman Auditorium

September 19, 2007

1.Leopard-Skin Pill-Box Hat (Bob á rafgítar)
2.Don't Think Twice, It's All Right (Bob á rafgítar)
3.Watching The River Flow (Bob á rafgítar)
4.You're A Big Girl Now (Bob á píanó og munnhörpu)
5.The Levee's Gonna Break
(Bob á píanó, Donnie á mandólín)
6.Spirit On The Water (Bob á píanó og munnh.)
7.Desolation Row (Bob á píanó og munnh, Donnie á mandólín)
8.Workingman's Blues #2 (Bob á píanó)
9.Things Have Changed (Bob á píanó, Donnie á fiðlu)
10.Most Likely You Go Your Way (And I'll Go Mine)
(Bob á píanó)
11.Meet Me In The Morning (first live concert performance)
(Bob á rafgítar og söngur, Jack White á rafgítar og söngur)
12.Highway 61 Revisited (Bob á píanó)
13.Nettie Moore (Bob á píanó, Donnie á fiðlu)
14.Summer Days (Bob á píanó)
15.Masters Of War (Bob á píanó)
  
 (uppklapp)
16.

Thunder On The Mountain (Bob á píanó)

17.

Blowin' In The Wind (Bob á píanó og munnhörpu)

Textabrot úr Meet me in the Morning:

Look at the sun sinkin' like a ship
Look at the sun sinkin' like a ship
Ain't that just like my heart, babe
When you kissed my lips?

 

 

 


Eitthvað sætt fyrir Þróttara

Og enn vinnur Þróttur verðskuldaðan sigur í 1.deild karla (knattspyrna) - Þróttur - Grindavík:3-1

Ég óska öllum Þrótturum til haningju með efsta sætið í deildinni, en aðalatriðið er að komast upp um deild og það ræðst næsta fimmtudag kl. 18 á Valbjarnarvelli. Þá mætum við Þór frá Akureyri og fjölmenna nú Þróttarar.

Í kvöld kom það vel fram að efstu liðin í 1.deild eru jafnokar góðra liða í efstu deildinni, þegar Fjölnir lék við Fylkir, en Fjölnir er í  3.sæti 1.deildar. Þeir stóðu sig afburðar vel og unnu 2-1 í framlengdum leik. Til hamingju Fjölnismenn. Reyndar voru aðstæður mjög líkar og á laugardaginn í leik Þróttar og Grindavíkur, rigning og rok og mesta furða hvað liðin gátu leikið vel.  Hér er staðan í 1.deildinni:

 Þróttur: 43 stig, Grindavík:41 stig, Fjölnir:39 stig,ÍBV:32 stig, Fjarðarbyggð: 30 stig, Þór: 19 stig, Leiknir: 18 stig, Stjarnan: 16 stig, Njarðvík: 16 stig, Víkingur Ó: 16 stig, Reynir S: 15 stig, KA: 15 stig.

 


Þróttur leikur við Grindavík í dag!

Jæja þá er komið að því að Þróttur leiki sinn heimaleik við Grindavík í fyrstu deildinni í knattspyrnu. Eins og sést hér á síðunni þá er ég Þróttari yst sem innst (það tók mig að vísu allmörg ár að átta mig á því) Þessi lið hafa verið að skiptast á að hafa forystu í deildinni undanfarið, en Grindavík hefur þó haft vinninginn - þeir eru núna með eins stigs forystu. Ég á von á hörkuleik, þó að fyrsta sætið í deildinni skipti svosem ekki öllu máli, því að í ár fara þrjú lið upp í efstu deild. Ég hef trú á því að Þróttarar spili til sigurs (eins og öll lið gera svosem) því að þeir haf fyrr brennt sig á því að gefa eftir á lokasprettinum. Og ég hef trú á sigri í dag.

Af því sem ég hef séð í sumar þá er Meistaraflokkur Þróttar með velspilandi lið,  yfirleitt leikur liðið fallegan bolta, gott auga fyrir samspili og hraðar sóknir einkenna það, vörnin er orðin mjög góð með sterkan leiðtoga í markinu (þetta er nú mjög almennt hól um liðið, en svona lítur þetta út frá mínum leikmanna sjónarhóli, þ.e. ég er amatör)

- Svo óska ég Sandgerðingum og fleirrum til hamingju með sigur Reynis á KA (2-1), það eru tíðindi að KA er í neðsta sæti í þessari deild. Lifi Þróttur!


Lifi Þróttur!

Marki fagnað

Og Þróttur vinnur leiki enn. Nú lágu Víkingar frá Ólafsvík 0-2 og Þróttur trónir efst liða í 1.deildinni, en Grindavíkurliðið er tveim stigum neðar (með leik til góða). Ég er Þróttari og ég hef verið ánægður í allt sumar. Lifi Þróttur.

Menn og knöttur

 Glaður Þróttari:Sveinbjörn Þ

Óli markmaður Þróttar er í vörn, Þróttur sækir:

Þróttarar eru í sókn

Nokkrir góðir Ólsarar og fullt af Kötturum: 

:Áhorfendur á Vabjarnarvelli

 

 

 

 

 

 

 


Bob Dylan, mesti aula-húmoristi aldarinnar sem leið!

 bobagainstwall

Ég gæti skrifað langa og þó nokkuð lærða grein um húmor í texta Bob Dylans, gæti það alveg en geri ekki. Það yrði örugglega leiðinleg grein, ætli það yrði ekki húmorslaus grein sem við hæfi væri að birta neðanmáls í Vikunni. Og það er ekki af því að texta Dylans skorti húmor, hér og þar - en ekki alls staðar - bókstaflega ólga söngtextar hans af kátínu, kímni og ögrandi skopskyni.

Nei, ég tók það ráð að setja saman dæmi um húmor Dylans með því að setja live flutning af nokkrum minna þekktum lögum hans á spilarann hér til hliðar - og með þeim eru nokkur dæmi um dálæti Dylans á aulahúmor: kynningum hans á tónleikum fylgja oft litlar sögur, sannir aulabrandarar. Því miður kann ég ekki á stillingar spilarans, svo vandvirknisleg  uppröðun brandara og laga fór öll úr skorðum, EN ÞAÐ ER ALLT Í LAGI. Lögin og kynningar eru þarna út um allt, merkt með T sýnist mér því ég gaf mér ekki tíma til að vinna þetta vel. Þetta eru gimsteinar sem þið getið týnt upp, sum lögin koma á óvart, hafa ekki verið gefin út opinberlega eins og t.d. Vincent VanGogh (leiðréttið mig snillingar, ef ég fer með rangt mál)

Svo bendi ég ykkur vinir mínir á lagið ''Floater,too much to ask'' sem er einnig á spilaranum, það lag kom út 2001 á Love And Theft og ef þar er ekki sjóðandi gæða húmor - þá má ég hundur heita.

Bobgonnaflash


Og hvað er NAADAC spurði litla græna laufið.

Í seinustu færslu vitnaði ég til NAADAC skírteinis sem ég fékk afhent á mánudaginn var ásamt Þórdísi Davíðsdóttur og Herði Svavarsyni. Til að útskýra málið þá vísa ég til eldri færslu sem ég setti inn í janúar síðastliðinn:

Ég gat lagt aftur augun og slakað örlítið á eftir að hafa staðist próf hjá NAADAC (The Association for Addiction Professionals - í Bandaríkjum N-Ameríku) http://naadac.org/ nú get ég á tillidögum kallað mig Sveinbjörn K.Þorkelsson NCAC I (National Certified Alcohol Counselor I) - humm og það er alveg ágætt.   Þetta próf hefur verið þreytt af íslenskum áfengisráðgjöfum undanfarin ár eftir að samningar náðust á milli NAADAC og FÁR (Félag Áfengisráðgjafa)  http://www.far.is/  Þetta landsamband bandarískra áfengis og vímuefnaráðgjafa hefur undanfarin ár aukið samstarf við félög áfengisráðgjafa erlendis.

Það var auðvitað voðalega gaman að fá þessa viðurkenningu, það staðfestir þá þekkingu sem ég hef öðlast við lestur og í starfi seinustu ára (ég hóf störf hjá SÁÁ á árinu 2000) sem sagt styrkir mig faglega og gleður mig stórlega. Þennan dag voru með mér þau Erna sambýliskona mín, Trausti sonur hennar, Ragnheiður systir mín, tvö börn hennar og frænka frá Noregi, að ógleymdum vini mínum Höskuldi. Það var ómetanlegt að hitta þessa vini sína á svona stund.

Fögnuður

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband