13.3.2008 | 23:18
Bob Dylan á Íslandi 29.maí 2008!
Það er staðfest að Bob Dylan and his Band verða með tónleika í Reykjavík fimmtudaginn 29.maí 2008!!
Þið sjáið á þessari slóð að tónleikarnir eru komnir inn með dagsetningu og eru sagðir óstaðfestir: http://www.boblinks.com/ en boblinks birt nánast aldrei dagsetningar á tónleikum nema samningar séu í höfn. Ég hef eftir áreiðanlegri heimild að samningar séu frágengnir, heimildarmaðurinn hefur tengsl í tónlistar og umboðsbransan hér á landi.
Bravó, bravisómó!! Til hamingju kæru landar að hafa tækifæri á að sjá og heyra Bob hér heima með frábærri hljómsveit og á enn einum hápunkti síns ferils.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2008 | 05:10
Hvað gerist ef maður er steini lostinn
Öðru hverju gerist það að ég verð "furðu lostinn" og stöku sinnum verð ég barasta "stein hissa" - og nú er ég eiginlega hvoru tveggja - þegar ég les að einhver David Gold(eigandi Birmingham knattspyrnuliðsins) - sem líklega er hinn vænsti maður er "steini lostinn" af ekki óþekktari manni en forseta FIFA (Mr.Blatt) og hann David Gold er svona mikið steini lostinn yfir einhverju sem fyrrnefndur forseti segir um allt annan mann, semsagt Martin nokkurn Taylor sem er varnarjaxl í Birmingham liðinu. Ja, manni gæti nú sárnað - og sárt er það örugglega að vera steini lostinn, hefur einhver litið eftir líðan Mr. Gold?
En sem sagt, erindi mitt hér er að benda á að líklega er blaðamaðurinn að blanda saman tveim íslenskum orðasamböndum (ætli maður orði það ekki svona) - þ.e. að vera furðu lostinn og svo því ástandi að vera stein hissa. Ég hef aldrei heyrt þessi orð (steini lostinn) notuð um það að vera hissa og ef þetta er einhverskonar nýmæli þá er þetta groddalegt, lýsir illa tilfinningum Mr. Gold, er bara alveg ónothæft. Mér sýnist sem sagt að hér sé blandað saman orðasamböndum og það sé gert af fákunnáttu. Hvað segið þið?
Steini lostinn yfir ummælum Blatters | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á spilaranum hér til hægri er fín upptaka af tónleikunum þann 23. febrúar 2008, Bob Dylan í Dallas, Texas, House Of Blues. Ef Dylan kemur til landsins í vor þá er mér spurn, hefur Laugardalshöllin batnað eitthvað sem tónleikastaður? Margir tónleikar hafa verið þar undanfarið og ég sé því miður ekki annað hús sem er hentugt fyrir tónleika með Dylan. Annars fáum við hann bara aftur hingað þegar Tólistarhúsið í Reykjavík er tilbúið, ekki rétt?
Lagalisti:
1. Rainy Day Women #12 & 35 - Bob á rafgítar
2. Lay, Lady, Lay - Bob á rafgítar
3. Just Like Tom Thumb's Blues - Bob á rafgítar
4. Señor (Tales Of Yankee Power) - Bob á orgel og munnhörpu
5. The Levee's Gonna Break - Bob á orgel
6. Spirit On The Water - Bob á orgel og munnhörpu
7. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
- Bob á orgel
8. Til I Fell In Love With You - Bob á orgel
9. The Lonesome Death Of Hattie Carroll -b Bob á orgel
10. Honest With Me - Bob á orgel
11. When The Deal Goes Down - Bob á orgel
12. Highway 61 Revisited - Bob á orgel
13. Workingman's Blues #2 - Bob á orgel
14. Summer Days - Bob á orgel
15. Ballad Of A Thin Man - Bob á orgel og munnhörpu
uppklapp:
16. Thunder On The Mountain - Bob á orgel
17. All Along The Watchtower - Bob orgel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 01:46
Hamborg 3.júlí 1990
Til gamans seti ég inn á spilarann (hér til hægri) tónleika Bob Dylans frá Hamborg, 3.7.1990. Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir að hann var í Reykjavík með tónleika og hér heyrist vel hversu góður Dylan og hljómsveitin voru á þessum tíma. Reyndar á það við um flesta tíma!
Menn hafa sett fram þá fullyrðingu í fjölmiðlum að tónleikarnir í Laugardalshöll 1990 hafi verið lélegir, um það eru skiptar skoðannir, sumir segja hreint frábærir tónleikar - aðrir miðlungs, en lélegir það er af og frá. Persónulega fannst mér nóg bara það að fá tækifæri til að vera á staðnum, á tónleikum hjá honum. Það var bónus að heyra hann flytja góða útgáfu af Hard Rain, Gotta Serve Somebody og Shooting Star - já, ég má ekki gleyma Ballad of a Thin Man. Ég var sáttur. Upptökur af tónleikunum í Höllinni eru til, ég á eintak, en hljómgæði upptökunnar er ekki af bestu gerð (finnst mér) svo ég sleppi þeim ekki lausum hér.
Setlistinn í Hamborg:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2008 | 18:27
komdu fagnandi bob dylan
Ég fékk sms skeyti frá tveim félögum um hádegisbilið í dag, bob kemur í vor, sögðu þeir. Mikið rétt, Bob Dylan kemur - kannski. Ég vil hvetja íslendingana sem eru að semja við menn bobs að leggja sig nú armennilega fram, það er löngu tímabært að fá þennan mikla tónlistarmann aftur hingað. Hann hefur verið á fleygiferð um Ameríku og Evrópu á hverju ári frá því hann kom hingað í fyrsta sinn 1990, svo hefur hann auðvitað heimsótt Eyjaálfu öðru hvoru og í næsta mánuði verður tónleikaferð um Suður Ameríku. Stokkhólmur, Osló, Kaupmannahöfn eru fastir viðkomustaðir Bob Dylan and His Band, en Reykjavík -ónei. Koma svo, strákar og stelpur, leggið ykkur fram að fá kallinn hingað í vor!!
Ég fór á tónleika með bob í Osló í fyrravetur og get fullyrt að hann er í toppformi, en ég hef stundað tónleika (með bob and his band) alltítt frá 2002.
Dylan kemur kannski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.2.2008 kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2008 | 02:18
Hvar - ó, hvar (og Staðarfell)
og hvað hefur á daga mín drifið?
Skyldi ekki vera líf utan við blogg færsluna, eða er einhver haldinn - ég blogga þess vegna er ég/heilkenninu, eða veikindunum? Ó, jú og jæja, þið vinir mínir vitnið um lífið á hverjum degi og oft lýsið þið lífinu skemmtilega, ó, já af ást og umhyggju, stundum af hatri, öfund, hneykslun, en oftar þó af forvitni og furðu. Þið vitnið um lífið og gefið mér um leið skissu af ykkur sjálfum - og þannig er einnig um mig.
Nei, dagar lífs míns hafa ekki lit sínum glatað, ég hef verið vestur á Staðarfelli seinustu vikurnar, eða frá 17.desember 2007. Ó, nei, ég var ekki í langtíma meðferð þarna á Fellsströnd í Dölum, þetta er bara vinnan mín hjá SÁÁ. Semsagt, lifi enn. Slóð á Dalina: http://www.dalir.is/
Hér er mynd af Staðarfelli, en það er gamalt höfuðból og þar bjó Þórður Gilsson, faðir Hvamms-Sturlu, á 12. öld. Á Staðarfelli var starfræktur húsmæðraskóli frá 1927 til 1976.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 22:53
Bob í Brussell 1987
Á spilaranum til hægri snú, býð ég upp á Bob Dylan í Forest National Bussell, Belgíu, 8. okt. 1987. Og minni svo alla sem hingað líta inn að þeir eru velkomnir í Von, Efstaleiti 7, laugardaginn 8.des. kl. 16:00 (sjá hér að neðar á síðunni)
Lagalisti:
01 Desolation Row [05:53.27]
02 Like A Rolling Stone [05:13.42]
03 The Times They Are A-Changin' [04:00.10]
04 Gotta Serve Somebody [04:38.56]
05 Maggie's Farm [03:54.55]
06 Señor (Tales Of Yankee Power) [05:24:62]
07 I Want You [05:32.13] %
08 Pledging My Time [03:54.09]
09 Chimes Of Freedom [06:04.66]
10 The Lonesome Death Of Hattie Carroll [05:44.64]
11 Don't Think Twice, It's All Right [03:08.04]
12 I And I [05:53.18]
13 Shot Of Love [04:56.30] %
14 Blowin' In The Wind [04:25.33]
15 Man Gave Names To All The Animals [03:45.59]
16 In The Garden [07:09.07]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 19:43
Live at Newport. Dylan í Von!
Bob Dylan, The Other Side of the Mirror: Live at Newport Folk Festival 1963-1965
Laugardaginn 8. desember 2007 kl. 16:00 til 19:00 verða Dylanvinir (Íslenska Dylan Mafían) með aðventustund í Von, Efstaleiti 7, R.vík. Sýndur verður nýr dvd diskur: Bob Dylan, The Other Side of the Mirror: Live at Newport Folk Festival 1963-1965
Allir vinir, velunnarar og óvildarmenn Dylans eru velkomnir. Frítt inn.Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.10.2007 | 20:07
Á spilaranum hér til hægri eru nýir tónleikar Bob Dylan
Bob Dylan and his Band í St. Louis, Missouri
Fox Theatre, 22.Október, 2007.
Lagalisti:
1. | Leopard-Skin Pill-Box Hat (Bob on electric guitar) |
2. | It Ain't Me, Babe (Bob on electric guitar) |
3. | Watching The River Flow (Bob on electric guitar) |
4. | Love Sick (Bob on electric keyboard, Donnie on electric mandolin) |
5. | The Levee's Gonna Break (Bob on electric keyboard, Donnie on electric mandolin) |
6. | Spirit On The Water (Bob on electric keyboard and harp) |
7. | Honest With Me (Bob on electric keyboard) |
8. | Visions Of Johanna (Bob on electric keyboard and harp) |
9. | Things Have Changed (Bob on electric keyboard and harp, Donnie on violin) |
10. | Workingman's Blues #2 (Bob on electric keyboard) |
11. | Highway 61 Revisited (Bob on electric keyboard) |
12. | Ain't Talkin' (Bob on electric keyboard, Donnie on viola) |
13. | Summer Days (Bob on electric keyboard) |
14. | Ballad Of A Thin Man (Bob on electric keyboard and harp) |
(1st encore) | |
15. | Tears Of Rage (Elvis Costello and Bob on acoustic guitars and shared vocals, no other band members present) |
(2nd encore) | |
16. | Thunder On The Mountain |
17. | All Along The Watchtower |
Hljómsveitin:
Bob Dylan - gítar, rafpíanó, munnharpa
Tony Garnier - bassi
George Recile - trommur
Stu Kimball - gítar
Denny Freeman - gítar
Donnie Herron - fiðla,viola, mandolín,stálgítar, kjöltustálgítar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 20:30
Bob Dylan og The Greenbriar Boys
Hér eru tvær myndir, til vinstri, Bob 1961 með Greenbriar Boys líklega í Gerde´s Folk City í Þorpinu, NYC. Þriðja félaga Greenb.Boys vantar á myndina, en Bob var aukanúmer á tónleikum þeirra (vona að ég sé ekki að rugla þeim saman við The New City Ramblers, jæja tek þá áhættu) Til hægri, 45 árum síðar í Assago á Ítalíu 27.apríl 2007 og það er vel þess virði að taka eftir félaga Óskari á magnaranum hægra megin við Dylan (Óskarsverðlaun fyrir lagið Things have Changed árið 2000 úr kvikmyndinni Wonder Boys - og síðan hefur Óskar ætíð verið í farteskinu á tónleikaferðum)
Bloggar | Breytt 17.10.2007 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar