Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Dylan í ham - í kaldhömruđu íţróttahúsi.

Ţetta verđur stutt hjá mér, ég var ánćgđur međ tónleikana í gćr - hvađ flutning laganna áhrćrir. Ţetta húsnćđi, Nýja Laugardalshöllin, hentar alls ekki fyrir standandi tónleika, sviđiđ var alltof lágt og ég var ekki ánćgđur međ hljómgćđin - en sjálfsagt hefđi ţađ ekki veriđ betra í gömlu Höllinni.

Dylan og hljómsveit fluttu ţarna 17 lög á 2 tímum, 10 laganna voru af seinustu ţrem plötum kappans en hin 7 voru frá sjöunda áratugnum. Einhver hefur nefnt ađ seinustu plötur hafi ekki vakiđ mikla athygli - en ţađ er alrangt: Time out of Mind frá 1997 fékk mörg Grammyverđlaun og er almennt talin í hópi meistaraverka Dylans, Love and Theft kom út 2002 og fékk góđar viđtökur - Modern Times sem om út í hitti fyrra var víđa valin besta plata ársins 2006 (m.a. í Rolling Stone tímaritinu),platan fór í fyrsta sćti víđa um heim m.a. á Billboard og hér á Íslandi.

Söngur Dylans var fyrirtak í Nýju Höllinni, líklega sá sterkasti frá 2003, viđ fengum mjög góđar útgáfur af Stuck inside of Mobile..-  The Levee gonna Break - Tryin to get to Heaven - Nettie More- I´ll be your Baby Tonight - Workingmans Blues#2 - Spirit on The Water - It´s Alright Ma- When the Deal goes Down - Ballad of a Thin Man - Blowing in The Wind - og hin sex lögin voru ekki illa flutt, en svona hittu mig ekki í hjartastađ. Ţetta voru fínir tónleikar međ listamanni sem enn er frumlegur og er virkur í útgáfu.  Hinsvegar var ég á tónleikum Dylans í Osló í fyrra í Spectrum og ţar var setiđ (stórt hús, ca.10.000 manns) - setiđ í hálfhring um sviđiđ allir sáu vel, hljómurinn var frábćr og nánast hvert einasta lag hitti í hjartasađ. Munurinn liggur bara í húsnćđinu, ţví ef eitthvađ er ţá er Dylan enn betri í ár - sérstaklega sönglega.  


Jćja Bob Dylan - Íslendingar eru ekki afleitir.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ekki selst upp á tónleika Bob Dylans í kvöld. Ţađ má svosem kenna efnahagsástandinu um ţađ ađ nokkru leiti og svo miklu frambođi á tónleikum eldri listamanna í popp og rokk geiranum. Ég vona ađ tónleikahaldarar fari ekki á hausinn á ţessu.  Ég gćti skrifađ langa rćđu um gćđi Dylans og hneykslast á landanum, en ţađ gerir mig bara pirrađann. Ég og mín fjölskylda eigum von á hörkutónleikum og viđ hvetjum ykkur öll ađ splćsa í miđa vegna ţess ađ Bob er enn frumlegur. Sjáumst í Nýju Höllinni í kvöld kl. 20:00

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Fćrsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband