Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerist ef maður er steini lostinn

Öðru hverju gerist það að ég verð "furðu lostinn" og stöku sinnum verð ég barasta "stein hissa" - og nú er ég eiginlega hvoru tveggja - þegar ég les að einhver David Gold(eigandi Birmingham knattspyrnuliðsins) - sem líklega er hinn vænsti maður er "steini lostinn" af ekki óþekktari manni en forseta FIFA (Mr.Blatt) og hann David Gold er svona mikið steini lostinn yfir einhverju sem fyrrnefndur forseti segir um allt annan mann, semsagt Martin nokkurn Taylor sem er varnarjaxl í Birmingham liðinu. Ja, manni gæti nú sárnað - og sárt er það örugglega að vera steini lostinn, hefur einhver litið eftir líðan Mr. Gold?

 En sem sagt, erindi mitt hér er að benda á að líklega er blaðamaðurinn að blanda saman tveim íslenskum orðasamböndum (ætli maður orði það ekki svona) - þ.e. að vera furðu lostinn og svo því ástandi að vera stein hissa. Ég hef aldrei heyrt þessi orð (steini lostinn) notuð um það að vera hissa og ef þetta er einhverskonar nýmæli þá er þetta groddalegt, lýsir illa tilfinningum Mr. Gold, er bara alveg ónothæft. Mér sýnist sem sagt að hér sé blandað saman orðasamböndum og það sé gert af fákunnáttu. Hvað segið þið?

 


mbl.is Steini lostinn yfir ummælum Blatters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nema það sé byrjað að taka upp grýtingar á ný :)

Þorkell (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

jahá, alveg rétt. Ekki datt mér það í hug!

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 21.3.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 34057

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband