Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Að reka vændishús, að vera mellumamma.

Mér finnst stórfínt að lögreglan skuli ná árangri varðandi innflutning vímuefna, þó maður viti alveg að það sem næst verður aldrei nema minnihluti innflutningsins. Því miður.

En það sem vekur athygli hér er að þessi kona, Katalina, hefur opinberlega viðurkennt að vera mellumamma, þ.e. að hún reki vændishús og hafi af því tekjur. Í einfeldni minni hélt ég að það væri brot á lögum, að hafa tekjur af vændi. Ok. nú er vændi löglegt á landinu og ég man ekki betur en að við seinustu breytingu hafi enn verið ólöglegt að hafa tekjur af vændi annarra, að skipuleggja það o.s. fr. Nú svo er náttúrulega ólöglegt að kaupa vændi, er það ekki, fór sú breyting ekki í gegn á vorþinginu?

Hvernig stendur á því að konan hefur ekki fyrir lögnu verið handtekin vegna vændisstarfsseminnar?  Er það vegna þess að hún opinberaði í Viku viðtalinu að viðskiptavinir hennar séu m.a. ráðherrar og alþingismenn? Ég bara spyr, því er þetta ekki grafið upp og er spillingin svona mikil hér?  Það kemur ekki á óvart að vímuefnin blandist inn í þennan rekstur, þessir þættir eru ævarandi, alltaf, samtvinnaðir.


mbl.is Í gæsluvarðhald grunuð um fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband