Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Um Íslands náttúru, Inspired by 700 milljónir kr.

Jamm, það er nú svona með lukkuna. Ég man ekki betur en að Ríkið og Ferðamálaráð væru byrjuð að undirbúa landkynningar-HERFERÐINA (hina seinustu, mestu og bestu) þegar enn var ekki fært til landsins, mikið ólag á flugferðum og gosið í fullum gangi.

Jæja, hvað gerist, daginn sem Inspiered by herferðin var sett í gang þá þykknaði loftið í höfuðborginni og nú hafa farartæki, hús og stéttir verið þakin ösku á hverjum morgni seinustu daga - ogjæja, við ættum nú að þola þessi smáræði miðað við það sem Eyfellingar hafa mátt búa við og gera enn (en hvað, eru þetta nokkuð nema örfá kot þarna fyrir austan, á mjög afmörkuðu svæði? Má ekki alveg rigna ösku innan girðingar og ferðamenn leikið sér fyrir utan. Landið er stórt og hefur upp á svo mikið að bjóða. Svo græðum við á öllusaman, allavega þegar upp er staðið. Semsagt, það er enn hugsunarháttur okkar að aðalmálið sé AÐ GRÆÐA PENING á hinu og þessu. Fuss og svei!) Mér er spurn, hvernig tekur landið á móti ferðamönnum þessa dagana? Er það verjandi að fara í herferð til að auka ferðamannastraum hingað í sumar? Nei, eiginlega ekki, mér finnst lífið verða fáránlegra með hverjum deginum sem ég lifi:)


Á kosningakvöldi, Bob í Minneapolis, Minnesota - Northrop Auditorium

p1340638-cr.jpg

Ef þið viljið heyra í Dylan á kosninganóttini í USA þá er konsertinn hér til hægri á Spilaranum. Fín upptaka og bob og hljómsveit eru í topp formi. Því miður kann ég ekki að setja mp3 fæla inn hér - til niðurhals.

Menn pæla alltaf í Dylan og fyrir þennan konsert pældu menn mikið, mun hann spila Masters of War og hitt og þetta, en 2004 spúði Dylan eldi og brennisteini í flutningi sínum á Masters of War á konsingakvöldinu þá. Dylan hafði gefið það í skyn að hann styddi Obama, svo menn hugsuð: hvað er mikið eftir af gamla baráttuneistanum hjá bob og hvað leggur hann á borðið á tónleikum í sínu gamla heimafylki og í gamla háskólanum sínum (sem hann stundaði nánast ekkert) Þess má geta að tveim dögum fyrr lék hann á "Íslendingaslóðum" í Winnepeg.

Nú, hann gerði miklu meira en að leika eitt lag sem  gæti tengst kosningum, stjórnmálum, já eða heimspeki - það væri auðvitað erfitt á hvaða Dylan konsert sem er. En hann gerði betur en það, hér er lagalistinn (og flutningurinn var nánast allan konsertinn í efstu hæðum)

 Á undan Blowing in the Wind sagði Dylan: "Ég er fæddur 1941 og það var árið sem ráðist var á Pearl Harbor, ég hef séð heilmikið af myrkviðinu, en nú eru breytingar á leiðinni/but it looks like change is coming" 

1.Cat's In The Well
2.The Times They Are A-Changin'
3.Summer Days
4.This Wheel's On Fire
5.Tangled Up In Blue
6.Masters Of War
7.Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
8.John Brown
9.Beyond The Horizon
10.Highway 61 Revisited
11.Shooting Star
12.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
13.Under The Red Sky
14.Thunder On The Mountain
15.

Ain't Talkin'

Like A Rolling Stone 

Blowin' In The Wind

 
  
  
 
  
  
  

Á Staðarfelli

Ég setti myndir inn í albúmið frá Staðarfelli í Dölum, þar hafa hundruðir kvenna sótt nám í húsmæðraskóla, í den - og á seinustu 25 árum hafa þúsundir unnið í sínum bata við alkóhólisma á Meðferðarheimili  SÁÁ. Ef ég man rétt er staðurinn landnámsjörð.

SV300034


From the Vaults...Dylan - ha, enn og aftur?

Ó,já - enn og aftur. 

Ekki finnst góð upptaka af Dylan tónleikum hér í Reykjavík í vor. Ég hef að vísu hlustað á eina upptöku sem gefur einhverja mynd af hversu góðir tónleikarnir voru - en ég set hana ekki inn á spilarann, hljómgæðin eru mjög lítil (ekki alslæm samt)  og það þjónar engum tilgangi nema til að  veita veikan enduróm af góðum tónleikum. Kannski læt ég góða upptöku frá Glasgow í ár fara inn bráðlega.

- en hér eru nokkur lög af diskunum "From the Vaults 1&2" - tær snilld í flutningi og hljómi, aðallega frá 1997-99. Semsagt á spilaranum hér til hægri Dylan live, á leið til þess hápunktar sem árið 2000 færði okkur.  Já, hápunktur sagði ég og þeir halda bara áfram að koma.

f-35cd

 


Aðfaranótt 21.júní

Hér er kyrrð. Í garðinum mínum eru nokkur tré - þau rétt bifast, hægt til og frá hægt og varla merkjanlega, en laufin kyrr bíða dagsins, sólregn eða sorti gætu þau hugsað. Já, svona getur ljóðrænn hugur ályktað í fávisku (hugsanir og laufblöð - og blaðrað um grænar tekönnur), en ég sem veit ekkert sá það. Að sjá. Laufblað kyrrt á tré sem hrærist, hér úti í garðinum sem á mig og lifir mig. Garðurinn - og það er nú allt og sumt, að sjá.

Árið er 2008 - Og ég fór um síðir til Mallorca.

Ferð mín til Mallorca gerði bæði að staðfesta gamla fordóma um SÓLARLANDAFERÐIR og einnig stórlega að breyta hugmyndum mínum um þennan gamla sólarlanda áfangastað, Mallorca. Undur falleg eyja. Ég mun gefa stutta skýrslu fljótlega, þó ekki væri nema til en að festa á "blað" hugmyndir og hughrif, en þangað til býð ég ykkur upp á nokkrar ljósmyndir í albúminu Mallorca 08. - og á tónlistarspilaranum er nýtt gamalt efni, Sergei Rachmaninov og Dmitri Shostakovitch, nokkur verk frá Lake Constanz Festival16.maí 2007 og svo gullmolinn frá Dylanshrine.

 

 

mallorca.048


Dylan í ham - í kaldhömruðu íþróttahúsi.

Þetta verður stutt hjá mér, ég var ánægður með tónleikana í gær - hvað flutning laganna áhrærir. Þetta húsnæði, Nýja Laugardalshöllin, hentar alls ekki fyrir standandi tónleika, sviðið var alltof lágt og ég var ekki ánægður með hljómgæðin - en sjálfsagt hefði það ekki verið betra í gömlu Höllinni.

Dylan og hljómsveit fluttu þarna 17 lög á 2 tímum, 10 laganna voru af seinustu þrem plötum kappans en hin 7 voru frá sjöunda áratugnum. Einhver hefur nefnt að seinustu plötur hafi ekki vakið mikla athygli - en það er alrangt: Time out of Mind frá 1997 fékk mörg Grammyverðlaun og er almennt talin í hópi meistaraverka Dylans, Love and Theft kom út 2002 og fékk góðar viðtökur - Modern Times sem om út í hitti fyrra var víða valin besta plata ársins 2006 (m.a. í Rolling Stone tímaritinu),platan fór í fyrsta sæti víða um heim m.a. á Billboard og hér á Íslandi.

Söngur Dylans var fyrirtak í Nýju Höllinni, líklega sá sterkasti frá 2003, við fengum mjög góðar útgáfur af Stuck inside of Mobile..-  The Levee gonna Break - Tryin to get to Heaven - Nettie More- I´ll be your Baby Tonight - Workingmans Blues#2 - Spirit on The Water - It´s Alright Ma- When the Deal goes Down - Ballad of a Thin Man - Blowing in The Wind - og hin sex lögin voru ekki illa flutt, en svona hittu mig ekki í hjartastað. Þetta voru fínir tónleikar með listamanni sem enn er frumlegur og er virkur í útgáfu.  Hinsvegar var ég á tónleikum Dylans í Osló í fyrra í Spectrum og þar var setið (stórt hús, ca.10.000 manns) - setið í hálfhring um sviðið allir sáu vel, hljómurinn var frábær og nánast hvert einasta lag hitti í hjartasað. Munurinn liggur bara í húsnæðinu, því ef eitthvað er þá er Dylan enn betri í ár - sérstaklega sönglega.  


Jæja Bob Dylan - Íslendingar eru ekki afleitir.

Það er nokkuð ljóst að ekki selst upp á tónleika Bob Dylans í kvöld. Það má svosem kenna efnahagsástandinu um það að nokkru leiti og svo miklu framboði á tónleikum eldri listamanna í popp og rokk geiranum. Ég vona að tónleikahaldarar fari ekki á hausinn á þessu.  Ég gæti skrifað langa ræðu um gæði Dylans og hneykslast á landanum, en það gerir mig bara pirraðann. Ég og mín fjölskylda eigum von á hörkutónleikum og við hvetjum ykkur öll að splæsa í miða vegna þess að Bob er enn frumlegur. Sjáumst í Nýju Höllinni í kvöld kl. 20:00

Bob Dylan er fluttur!

Gleðitíðindi!  Tónleikar Bobs 26.maí hafa verið fluttir frá Egilshöll í nýja salinn í Laugardalshöll. Þetta finnst mér mjög til bóta og það er gott fyrir ykkur að tónleikahaldararnir hafa enn til sölu 2000 miða og stefna á tónleika með rúmlega 8000 manns. Ég hef ekki verið á tónleikum í þessum nýja sal, vitið þið hvernig hljómburður er þarna? Fróðir menn segja mér að allt sé bertra en Egilshöll, ekki svo mikið vegna hljómburðar heldur vegna þess að höllin er stór geimur, eða þannig.

 Ég hef verið á tónleikum hjá Bob í 10.000 manna höll, 8000 og 6000 manna húsum og svo í 2200 sæta leikhúsi - og ég get bara sagt ykkur það að alltaf var það töfrandi stund, þó nálægðin og krafturinn í Sheperd´s Bush leikhúsinu í London 2003 hefði sinn sérstaka sjarma. Hinsvegar voru tónleikarnir 2002 í Rotterdams Ahoy líka eftirminnilegir (10.000 til 12.000 manns í íþróttahöll) - en þar heyrði ég lög af glænýrri plötu Dylans, Love and Theft og auk þess var ofsalega eftirminnilegt að heyra þarna lag af Saved - "Solid Rock" og ekki síður cover útgáfu af sígildu lagi "Man of Constant Sorrow" og svo "Blind Willie McTell" og "If Dogs Run´s Free" o.s.fr.

Ég skora á ykkur, ekki missa af tónleikunum Bob Dylan í Nýja sal Laugardalshallarinnar, ég veit að hann og hljómsveitin eru í mjög góðu formi, um það vitna góðir dómar um Suður Ameríku tónleikaferðina í febrúar og mars 2008:  http://www.boblinks.com/#0223   og þó að þetta sé nokkurskonar áhangenda síða(ekki þar fyrir, menn eru oft mjög gagnrýnir og jafnvel miskunarlausir á Boblinks), þá fengu tónleikarnir einnig mjög góða dóma í blöðum og tímaritum.


Næsta síða »

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband