23.2.2009 | 22:45
og hvað svo?
Og hvað á svo að gera við þessa 16 ára stúlku sem er talin tæla börn til "fylgilags" við dólgana? Dæma hana til langrar fangelsisdvalar?
Hún er einnig fórnarlamb - og þarf á hjálp að halda til að komast út úr þessu, en það er ekki víst að hún vilji þyggja hjálp. Hún sé vissulega sek um glæp, en ég er hræddur um hörku bandarískra dómstóla gagnvart henni.
Uppræta barnavændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 14:30
Tónlist og fótbolti
Á seinni árum hafa all nokkrar fótboltahallir verið byggðar - það er ágætt, en þegar var verið að vígja hverja höllina af annari þá stundi ég, íþrótta og tónlistarunnandinn, óh-og hvenær kemur að tónlistarhúsinu?
Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en það eru góð rök fyrir því að það yrði dýrt að bíða, já og hætta við bygginguna. Við skulum sjá, eru það ekki 400 til 500 manns sem munu vinna þarna fljótlega? Skaðabætur á okkur vegna vanefnda við ýmsa vertaka og framleiðendur - o.fl.ofl.
Húsið mun standa og það munu koma nokkrar kreppur og löng velgengisskeið áður en það verður úrelt, eða fellur. Það fullyrði ég!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 23:20
Is it true, is it over! Rýnum í viðlag evrusöngsins okkar.
Lagið "Is It True" vann Eurovision forkeppnina hér heima.
Og mjög viðeigandi, verðugt, þetta er úr texta lagsins:
"Is it True, is it over, did I throw it away"
Sönn lýsing (djúpt?) úr iðu þjóðarsálarinnar, eða játning úr draumi íslenskra valdamanna?
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 15.2.2009 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.1.2009 | 07:41
Velvilji?
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 01:29
Ísland brennur!
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um stöðu mála á Íslandi, þið eruð örugglega niðurdregin, þunglynd, kvíðin, eða bara fljótandi í áhyggjulausri afneitun, eins og að synda með kút - sem við gerðum í æsku, eða þá að þið eruð þegar til í bardagann og hafið klæðst brynju hreinlyndis og hafið sverð í hendi.
Hvað verður, veit ég ekki.
En ég er svo skrítinn að mér finnst viðeigandi að setja tvö lög á spilarann hér til hliðar, það eru lög sem Bob Dylan söng hér í Reykjavík þann 26.maí í fyrra. Þetta eru bestu hljómgæði sem hægt er að fá frá þessum tónleikum, svona c + EN MÉR FINNST ÞETTA EKKI BARA ÆÐILEGT HELDUR VIÐEIGANDI Á ÍSLANDI Í DAG. Lögin heit: "The Leeve´s Gonna Break" og "Tryin´to Get to Heaven"
Humm og það er nú það, já og svo bætti ég "Nettie More" inn líka af því það hljómar svo fallega í þessari upptöku frá "Nýja" salnum í Laugardalshöllinni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2009 | 03:00
Dylan og Isis 1975
Ég man algjörlega hvaða áhrif Isis hafði á mig þegar ég heyrði lagið fyrst 1976, en þá eignaðist ég Desire plötuna hans Dylans. Er það virkilega svo að maður muni svona lagað nákvæmlega? Nei, varla, en minnistætt var það - og minnið er e.t.v. eins og mynd sem er síbreytileg, þroskast, hrörnar, stundum með lykt og tilfinningum, stundum frosin, yfirborðið eitt og hitt og þetta líka.
Hér er myndbútur úr Renaldo and Clara, kvikmynd sem Dylan framleiddi um miðjan áttunda áratuginn, hún var tekin upp á tónleikaferðalaginu Rolling Thunder Revue 1975-76, fáir sáu myndina enda var hún fljótlega dregin til baka úr dreifingu. Það er margt ágætt í myndinni að mínu mati, en best er þó algjörlega þrumandi góðar upptökur af tónleikum Dylans og félaga. Þessi tónleikaferð var merkileg tilraun sem tókst, en auk Dylans kom fram fjöldi tónlistarmanna og tónleikarnir stóðu oftast 4 til 5 tíma (að því að mig minnir) - meira um Rolling Thunder Revue seinn.
Þið ýtið bara á play takkan, ef þið viljið heyra og sjá Isis:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.1.2009 | 14:59
Leo Kottke á Bluesfest 2007
Leo Kottke þekki ég nú ekki mikið, hef hlustað á nokkur tóndæmi, hann er fæddur í Atlanta,Georgia, en menntast í Minnesota. Leikur á 6 og 12 strengja gítar blues, folk og jazz og bluegrass. Hann leikur einnig á mörg önnur hljóðfæri. 1975 gaf hann út sína þriðju eða fjórðu plötu og það hefur líklega verið við upptökur hennar sem hann hitti Bob Dylan, talaði við hann í einn og hálfan klukkutíma án þess að vita að náunginn væri Bob Dylan (hann hefur sagt skemmtilega frá þessu)
Það voru 3 upptökustúdíó þarna í sama húsi, en Dylan var á staðnum (Minneapoli minnir mig, allavega í Minnesota) að taka upp víðfrægar viðbótarupptökur á Blood on the Tracks (1974) - en platan hafði verið tekin upp í NYC og var "tilbúin"en Dylan var ekki sáttur og með aðstoð bróður síns fékk hann tónlistamenn af svæðinu með sér í stúdíó. Þeir gerðu fína hluti og þannig var platan gefin út, með mun hvassari í tón á nokkrum lögum, en margir halda meira upp á NYC útgáfuna sem hefur lengi verið fáanleg í ólöglegri bootleg útgáfu/eða útgáfum.
Hér að ofan er mynd af umslagi plötunnar sem Leo Kottke gaf út 1975.
Tónlist | Breytt 4.1.2009 kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2008 | 21:36
Gamla góða Time "viðtalið# við Dylan, eða blaðamaður veginn úr launsátri!
Tónlist | Breytt 31.12.2008 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2008 | 02:41
Á kosningakvöldi, Bob í Minneapolis, Minnesota - Northrop Auditorium
Ef þið viljið heyra í Dylan á kosninganóttini í USA þá er konsertinn hér til hægri á Spilaranum. Fín upptaka og bob og hljómsveit eru í topp formi. Því miður kann ég ekki að setja mp3 fæla inn hér - til niðurhals.
Menn pæla alltaf í Dylan og fyrir þennan konsert pældu menn mikið, mun hann spila Masters of War og hitt og þetta, en 2004 spúði Dylan eldi og brennisteini í flutningi sínum á Masters of War á konsingakvöldinu þá. Dylan hafði gefið það í skyn að hann styddi Obama, svo menn hugsuð: hvað er mikið eftir af gamla baráttuneistanum hjá bob og hvað leggur hann á borðið á tónleikum í sínu gamla heimafylki og í gamla háskólanum sínum (sem hann stundaði nánast ekkert) Þess má geta að tveim dögum fyrr lék hann á "Íslendingaslóðum" í Winnepeg.
Nú, hann gerði miklu meira en að leika eitt lag sem gæti tengst kosningum, stjórnmálum, já eða heimspeki - það væri auðvitað erfitt á hvaða Dylan konsert sem er. En hann gerði betur en það, hér er lagalistinn (og flutningurinn var nánast allan konsertinn í efstu hæðum)
Á undan Blowing in the Wind sagði Dylan: "Ég er fæddur 1941 og það var árið sem ráðist var á Pearl Harbor, ég hef séð heilmikið af myrkviðinu, en nú eru breytingar á leiðinni/but it looks like change is coming"
1. | Cat's In The Well | ||||
2. | The Times They Are A-Changin' | ||||
3. | Summer Days | ||||
4. | This Wheel's On Fire | ||||
5. | Tangled Up In Blue | ||||
6. | Masters Of War | ||||
7. | Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again | ||||
8. | John Brown | ||||
9. | Beyond The Horizon | ||||
10. | Highway 61 Revisited | ||||
11. | Shooting Star | ||||
12. | It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding) | ||||
13. | Under The Red Sky | ||||
14. | Thunder On The Mountain | ||||
15. | Ain't Talkin' Like A Rolling Stone Blowin' In The Wind | ||||
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 23:13
Á Staðarfelli
Ég setti myndir inn í albúmið frá Staðarfelli í Dölum, þar hafa hundruðir kvenna sótt nám í húsmæðraskóla, í den - og á seinustu 25 árum hafa þúsundir unnið í sínum bata við alkóhólisma á Meðferðarheimili SÁÁ. Ef ég man rétt er staðurinn landnámsjörð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar