Leita í fréttum mbl.is

Dylan og Isis 1975

Ég man algjörlega hvaða áhrif Isis hafði á mig þegar ég heyrði lagið fyrst 1976, en þá eignaðist ég Desire plötuna hans Dylans. Er það virkilega svo að maður muni svona lagað nákvæmlega? Nei, varla, en minnistætt var það - og minnið er e.t.v. eins og mynd sem er síbreytileg, þroskast, hrörnar, stundum með lykt og tilfinningum, stundum frosin, yfirborðið eitt og hitt og þetta líka.

Hér er myndbútur úr Renaldo and Clara, kvikmynd sem Dylan framleiddi um miðjan áttunda áratuginn, hún var tekin upp á tónleikaferðalaginu Rolling Thunder Revue 1975-76, fáir sáu myndina enda var hún fljótlega dregin til baka úr dreifingu. Það er margt ágætt í myndinni að mínu mati, en best er þó algjörlega þrumandi góðar upptökur af tónleikum Dylans og félaga. Þessi tónleikaferð var merkileg tilraun sem tókst, en auk Dylans kom fram fjöldi tónlistarmanna og tónleikarnir stóðu oftast 4 til 5 tíma (að því að mig minnir) - meira um Rolling Thunder Revue seinn.

Þið ýtið bara á play takkan, ef þið viljið heyra og sjá Isis:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei fílað Isis. Of einhæft fyrir minn smekk. Það er þó kraftur í þessu hjá kallinum (og röddin góð, nánast pönkaraleg). Rosalega hefði verið gaman að vera þarna!!!

Þorkell Ágúst Óttarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

akk fyrir ummælin.  aha þú fílar ekki Isis- það er ágætt, en það sem mér líkar í laginu og htti mig strax í hjartastað - það er textinn. Já, lagið er kannski einfalt, kannski bara riff- en það er oft þannig um bestu lög Dylans, með textanum smellur þetta saman.

Svo ætla ég að birta þér til heiðurs eða stríðni, myndband með laginu Sara. Held að það sé nokkurn vegin það lag sem þér leiðist mest eftir Dylan, vitandi að þú elskar samt Disre plötuna. Í live flutningi er SARA dásamleg.  Nei, nei birtið það fljótlega vegna þess að það eru svo margir sem elska lagið.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já, Þorkell, tókstu eftir Scarlett Rivera, sú er grönn og glæsileg.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 18:38

4 identicon

Já, hún var flott. Mér fannst reyndar hljómsveitin öll flott.

Þorkell Ágúst Óttarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

 Joan Baez, Roger McGuinn, Ramblin' Jack Elliott, Kinky Friedman  Bob Neuwirth. komu einnig fram með sín atriði og svo voru margi aðrir sem duttu inn öðru hverju, eins og Joni Michell. 

Neuwirth vinur Dylans var með í hljómsveitinni ásamt þessum stórkanónum: T-Bone Burnett(hljómborð held ég, á langan of farsælan feril að baki), Mick Ronson (aðagítarleikari,vann með David Bowie),  David MansfieldScarlet Rivera (fiðla),  Rob Stoner (bassaleikari,vann áfram með Dylan, hljómsveitarstjóri, til 1978 en hann kláraði ekki þann heimstúr), Howie Wye (trommuleikari)

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

David Mansfield getur leikið á allt með strengjum, ætli hann hafi ekki verið mest á kjöltugítar og stálgítar. Hann samdi tónlistina í hinni "frægu" kvikmynd Hevens Gate. Það er líklega rangt hjá mér að T-Bone hafi leikið á hljómborð, allavega leikur hann einnig á gítar.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 20:49

7 identicon

Já, tónlistin í henni var næstum jafn góð og kvikmyndatakan (og þá er nú mikið sagt).

Þorkell (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:30

8 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Nú Þorkell, er kvikmyndatakan góð í Hevens Gate?

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband