Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
29.7.2007 | 16:01
Bob Dylan, Masters of War 24.7.07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2007 | 23:16
Workingman's Blues #2
Bob Dyaln. Á spilaranum, tónlistaspilaranum hér til hliðar er núna Workingman´s Blues#2 með töluvert breyttum texta frá plötuútgáfunni á Modern Times. Einnig er þarna Senor - Tales of Yankee Power frá sömu tónleikum í fyrrakvöld í Tuscon, AZ, USA, 24.7.07.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 08:09
ég var ekki þar...
Fínir tónleikar, en ég var ekki þar - hinsvegar er tökum löngu lokið á nýrri kvikmynd um Bob Dylan, nafnið á henni er I´m Not There í leikstjórn Todd Heynes og hún verður væntanlega frumsýnd í haust. Svo mæli ég með spilaranum hér til hliðar, þar finnast gimsteinar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.7.2007 | 21:21
Dylankonsertar, hversu margir?
Ég talaði um það í Stefnuskrá.1 að ég væri ekki viss um hve mörgum Dylan tónleikum ég hef verið á. Eftir endurtekna yfirferð um og yfir líf mitt komst ég að þvi að tónleikarnir eru tólf (12) Mikið myndu einhverjir segja, ekki neitt neitt segja aðrir og miða þá við 100 tónleika menn. Hvað ertu eiginlega að meina með þessari vitleysu, ertu fastur í einum tónlistarmanni - gömlum kalli sem búinn er að syngja sitt síðasta fyrir löngu?
Já, ég hef einmitt velt þessu fyrir mér og niðurstaða mín er þessi: Ég byrjaði ungur að fara á tónleika, þó að framboðið væri ekki mikið hér á landi í rokkgeiranum, sá þá flesta á árunum 1965 til 1985 og svo bættust við þjóðlagatónlist og jazz. Um þrítugt fór ég að stunda tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en óreglulega þó, auk annarra klassískra tónleika og einnig nútímatónlistarflutning ef hann bauðst. Minnst hef ég sinnt kórtónlist. Hér er ég að tala um hlustun á tónleikum, að sækja tónleika. Tvítugur vann ég eitt ár í Danmörku og nýtti tímann sæmilega varðandi tónleikasókn - þetta var árið 1972-73, þar sá ég m.a. B.B. King, Emerson,Lake and Palmer, Jethro Tull, Santana.
Eftir uppgjör í lífi mínu fyrir rúmlega 8 árum varð dálítil breyting á hlutun minni á tónlist, ég fór að hlusta meira á Bob Dylan, í raun bara að viðurkenna hvað textar og tónlist hans nær vel til mín. Sem unglingur skiptu textar mig mjög miklu og svo for ég að hlusta á Blues tónlist, aftar í rætur rokksins, þetta eru grunnþættir sem ég byggi enn á og þarna passar Bob algjörlega.
Það eru þó lifandi flutningur laganna sem er aðalatriðið þegar ég hlusta á Bob Dylan, hans lög/söngvar - í raun hans ævistarf, er verki í þróunn ekki fryst augnablik sem miðast við útgáfu laganna á vínil eða geisladisk. Þess vegna eru svo margir/fáir sem tólf tónleikar með Bob Dylan mjög gefandi upplifun, þroskandi, en ekki ferð til baka í minningar og söknuð til æskuára.
Annar stór þáttur í því að ég hef reynt að komast á nokkra tónleika með þessum listamanni er einfaldlega sá: Ég spyr mig, hvað myndi ég gera ef ég væri samtímamaður Mozarts, eða annars stórsnillings tónlistar liðinna alda. Hvað myndi ég gera, ef samgöngur væru jafn góðar og þær eru í dag, myndi ég sitja af mér tónleika í Vín, London, Budapest ef ég hefði einhverja minnstu hugmynd um þessa snillinga og einhver auraráð? Jæja, ég hefði auðvitað ekki komist á hirðkonserta, margt er breytt. Semsagt, ég lít á Bob Dylan sem stórbrotinn listamann sem jafnast á við helstu listamenn seinustu árhundraða og er fremri mörgum þeirra.
Mínir menn í tónlistinni eru (núna) - Bob Dylan, Arvo Paart og Shostakovich.
Tónleikarnir sem ég hef farið á með Bob Dylan and his Band eru: 1. Reykjavík 1990. 2.Rotterdam,Hollandi 2.5.2002. 3.London, Sheperds Bush 23.11.2003 4.Nashville, Ten,USA 28.6.2005 5. Louisville, Kentucky, USA 29.6.2005 6.London, Brixton Academy 23.11.2005 7.London, Brixton Academy 24.11.2005 8. Cardiff, Wales 27.6.2006 9. Bourmouth, Englandi 28.6.2006 10.Oslo, Noregi 30.3.2007 11.Atlantic City, New J.USA 23.6.2007 12. Hershey,Pa, USA 24.6.2007
Það var og.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2007 | 15:39
Bob Dylan í Morrison, Colorado
Hér er áhugaverður lagalisti (setlist) frá tónleikum Bob Dylans í Colorado í gærkvöldi, 19.7.07.
1. Rainy Day Women #12 & 35l 2. When I Paint My Masterpiece 3. Watching The River Flow 4. Workingman's Blues #2 5. Rollin' And Tumblin' 6. Every Grain Of Sand 7. Cry A While 8. Spirit On The Water 9. Friend Of The Devil 10. Highway 61 Revisited 11. Shooting Star 12. Most Likely You Go Your Way (And I'll Go Mine) 13. Nettie Moore 14. Summer Days 15. Masters Of Wars (encore) 16. Thunder On The Mountain 17. Blowin' In The Wind
Ég gat ekki setið á mér að skella þessu upp hér, þó ég sé með link á Bobdates þar sem gott yfirlit er um setlistana. Ástæðan er sú að þarna eru nokkur lög flutt sem langt er síðan að dúkkað hafa upp á tónleikum, nefni hér When I Paint My Masterpiece, Friend of the Devil og Workingman´s blues #2 - en það hefur ekki verið flutt í USA á þessu ári og aðeins einu sini í Evróputúr á seinasta vetri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.7.2007 | 19:04
STEFNUSKRÁ.2
Í fyrsta lagi: Ég ætla mér að muna að á þennan stað er ekki svo slæmt að koma, ég lofa engu, en þar sem ég hef breytt lykilorðinu í eitthvað sem tengist frumbernsku minni þá ætti ég að muna það enn um sinn og þar að auki er ég búinn að finna Stjórnborðið á blogginu mínu.
Efst á Stefnuskránni er því að muna lykilorðið, þar af leiðir að ég mun líta oftar hingað inn.
Að öðru leiti mun ég stöku sinnum bregðast við fréttum dagsins, en alls ekki oft, nei - örugglega ekki oft.
Ég mun ekki fjalla um stjórnmál, pólitíska atburði innanlands sem utanlands mun ég láta alveg afskiftalausa, á þann vettvang eru margir kallaðir. Ef ég bregð út af þessari ætlan minni þá verð ég að leita afbrigða við þessa Stefnuskrá og leyfi ég mér að segja hér og nú að það á aðeins við um heimssögulega atburði (hvað telst vera heimssögulegur atburður, verð ég víst að dæma um sjálfur - en þið megið alveg slá á fingurna mína ef þið eruð mér ósammála)
Myndir af vinum og vandamönnum verða áfram birtar og frekar bætt við - eftir því sem tengimöguleikar og harði diskurinn á fartölvunni leyfir.
Ég ætla mér að segja ykkur frá þeim tónleikum sem ég hef farið á með Bob Dylan (and his Band), þetta verða nú ekki djúpar pælingar, en þar sem ég hef nú farið á 11 eða 12 tónleika með kallinum þá lagar mig til að gera grein fyrir þeim og ferðalögunum sem þeim tengjast. Og þá væri gott að byrja á því að finna út hvort ég hef farið á 11 eða 12 tónleika, það býður næstu færslu.
Bob er hér með kominn inn á Stefnuskránna og þá er þetta fullkomið, nema hvað ég mun einnig fjalla um spilafíkn öðru hverju, ef ég verð í stuði. Það er auðvitað stóra spurningin, verð ég í STUÐI?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 18:07
Stefnuskrá/Nú er lag á Læk,
Ég horfi yfir þessa bloggsíðu mína og hvað sé ég: Nokkrar fjölskyldumyndir og þrjár færslur með sex til átta mánaða millibili - og svo hugsa ég: Þessum manni liggur ekki mikið á hjarta! Þar sem þessi maður er ég sjálfur þá ætla ég að skoða þetta örlítið nánar.
Nú, hvað er þetta - það var aldrei meiningin að bregðast við öllu áreiti, öllum breytingum í lífi mínu og viðra hjarta mitt eins og útspítt hundsskinn á þessum stað. Ég hélt reyndar að mér myndi haldast á lykilorðinu lengur en í rauninni varð. Minnið orðið hriplekt og svo gleymir maður bara alveg að þarna á maður innskot hjá Mogganum, heila bloggsíðu sem hægt er að mæla í kb og kannski einhvertíma í mb (ef einhver skilur það)... Aldrei meiningin ... hver var þá meiningin, nú tilgángurinn með þessari bloggsíðu er glataður sjálfum mér og þýðir ekkert um það að tala, en hér er ný Stefnuskrá fyrir pos, bloggsíðuna mína á mbl.is: ........................................................ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 17:36
Hann Lúkas
Illur grunur sótti á mig þegar umræðan og fárið var í gangi vegna þessa góða snata.
Ég er á því að ef Lúkas er á lífi, þá sé þetta enn ein áminningin fyrir okkur öll að veita ekki kjaftasögum vængi.
Svona fer múgæsingur af stað og kjaftasögur hafa sært marga djúpu sári.
Almennt finnst mér kjaftasögur ljótur blettur á þjóðlífinu hér á landi.
Hundurinn Lúkas á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur