Leita í fréttum mbl.is

Nýtt lag frá Bob Dylan. Auðvitað! Á blogginu hjá mér.

Jæja þá, í dag gaf Sony/Columbia okkur eitt lag af nýju plötu Dylans, en hún kemur út 28.apríl næstkomandi. Ég setti lagið á Tónlistarspilarann hér til hliðar og svo er slóðin á lagið hér fyrir neðan, en það verður aðeins gefins í 24 tíma (frá því í morgunn)

Til að Dylan yrði ekki einmanna á spilaranum þá setti ég einnig þarna inn nokkur lög með blues tónlistarmanninum Charlie Patton.

Um "lag" Dylans hef ég ekki mikið að segja núna, það er sára einfalt en líklega fínt upphafslag á nýju plötunni. Gaman að heyra í trompet og harmonikku, en nikkan kemur við sögu í öllum lögunum skilst mér.

hér er slóðin:   http://www.bobdylan.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta flott lag! Ætla að hlusta á það aftur! :) Takk fyrir að benda á það.

Þorkell (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já, lagið er ágætur standard - mér finnst söngurinn flottur og áberandi góður hljóðfæraleikur. Þetta er mjög spennandi plata hjá Dylan, en eins og hann hefur sagt þá er hann nú að nálgast hápunkt ferlis síns. Eitthvað á þá leið sagði hann fyrir 5-6 árum og ég held að við séum einmitt að sjá það.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 19:14

3 identicon

Lagið er fínt - góður rytmi og stemning. Það er stundum Akkilesarhæll Dylans hann er minni músíkant en ljóðskáld (þótt hann eigin óborganlega spretti).

Ertu enn á Staðarfelli?

Magnús (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:51

4 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

aha,  Magnús - ég er hjartanlega ósammála þér. Meira á morgunn.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 4.4.2009 kl. 02:42

5 identicon

Ertu ósammála því að Dylan sé einn besti orðsmiður í músíkheiminum síðustu áratugi? Músíkin ber ekki jafn mikið af, það er fullt af góðum lagasmiðum og margir þeirra syngja reyndar aldrei lögin sín sjálfir.

Annars eldast plöturnar hans Dylans býsna vel - Modern Times finnst mér hinsvegar dæmi um Dylan þar sem hann mætti vera skarpari - þetta rennur úr í eitt allt saman, þ.e. músíkin. Auðvitað spurning um smekk.

Magnus

Magnus (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 06:53

6 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

já, sæll Magnús, gott að sjá þig hér. Að sjálfsögðu er ég sammála um sérstöðu Dylans hvað varðar texta í pop/dægurmenningu seinustu 50 árin, en þegar þú talar um "músíkant" þá skildi ég það sem hljóðfæraleikari - og þar er Dylan mjög vanmetinn. Hann er afburðar píanóleikari, mjög góður munnhörpuleikari (ræður yfir ýmsum stílum) og framúrskarandi söngvari. Það er helst að gítarleikur hans sé ekki sterkur(það er þó umdeilanlegt), en hann hefur þó alltaf þjónað honum vel og sem músíkant hefur Dylan náðargáfu. Hann þarf auðvitað ekki að sanna neitt lengur, við Dylanvinir erum bara ánægðir með að hann skuli enn vera tónlistarlega virkur.

Varðandi lögin hans þá get ég sagt að Dylan er blues og þjóðlagahöfundur, nú þjóðlög eru reyndar nánast alltaf án höfundar, enginn getur sest niður og sagt nú ætla ég að semja þjóðlag. Það sem einkennir Dylan sem höfund, í mínum huga, er að mjög oft tekur hann gamalt lag og gerir það betra, svo góður höfundur er hann. Þekking Dylans á eldri tónlist er feikilega mikil og hann hefur alltaf notað þá þekkingu óhikað. Hann stelur ekki, en betrumbætir, sjálfsagt hefur hann einhverntíma samið algjörlega frumsamið lag, en það er bara afstætt hvað er frumsamið í tónlist.

Dylan var aldrei nýtískulegur, í gegnum hann höldum við tenglsum við tónlistarrætur Bandaríkjamanna (þjóðlög ,Englendinga og Íra, blues tónlist blökkumanna og tónlist Bandaríkjamanna N - Ameríku seinustu 3 aldirnar ca.) Þetta er auðvitað þýðingarmest fyrir Bandaríkjamenn sjálfa, en fyrir gráglettni heppninnar varð Dylan heimsþekktur. Jú, vissulega var Dylan nýtískulegur 1962 og allar götur síðan - hvað varðar textasmíðar. Svona  söngtextar höfðu aldrei verið samdir fyrir "léttari" tónlist fyrr og það hefur haft mikil áhrif. Í textunum hefur hann alltaf sótt í nútímann,s.s. kvikmyndir og fréttablöð, en einnig í málaralistina og mögulega listir almennt- og ekki síður í fortíðina í gegnum mannkynssöguna, skáldskap, ljóð, Biblíuna, trúmál og blues hefðir í textagerð. 

Ja, hann er bara frábær listamaður.

Hvað varðar spurningu þína í upphafi - þá kom ég suður frá Staðarfelli í lok september í fyrra eftir að hafa verið fyrir vestan í 11 mánuði.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 5.4.2009 kl. 15:35

7 identicon

Ég skil Magnús svo að textar Dylans séu betri en lögin, og slíkt er auðvitað komið undir smekk. Stundum finnst mér textarnir betri og á öðrum stundum eru lögin betri. Mér finnst því erfitt að alhæfa en ég get verið sammála því að Modern Times var ekki alveg nógu sterk. Ég varð alla vega fljótt leiður á henni.

Þorkell Ágúst Óttarsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 18:31

8 identicon

Ekki má gleyma Desire - voru ekki einhver áhrif frá gyðingatónlist gamla heimsin í ástasöngvunum á þeirri plötu. En Dylan bar nú víst ekki einn ábyrgð á þeirri plötu.

Nei ég var ekkert að ræða um Dylan sem hljóðfæraleikara - bara að velta því fyrir mér hvort hægt væri að líkja honum saman við Rossini!!

Ertu nokkuð að fást við spilafíkla.

Kv

Magnus

Magnus (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:17

9 identicon

Ég sé að ég hef búið of lengi í Danmörku - "líkja saman við" þetta er ekki íslenska eða hvað?

Magnus (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:21

10 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

a, ég á ekki í neinum vandræðum með þá hugmynd að líkja Dylan við Rossini, hef lengi sagt að hafi maður tækifæri til að fara á tónleika með sjálfum 

Ludwig van Beethoven

Sjostakovich, Mozart - eða segjum Arvo Part, eða einhverjum af þeim trúbadúrum sem fóru fram og til baka um hirðir Evrópu forðum - þá er um að gera að nýta tækifærið meðan þeir lifa og það sama á við um mig. Ekki víst að menn skilji þetta hjá mér, en þá það. 

Modern Times er góð plata finnst mér, annars er ágætt að dæma um það eftir ca. 10 ár. Platan er ekki einst hrífandi og tímamótaverkið Time out of Mind, en Modern Times er falleg á óttablandin hátt.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 6.4.2009 kl. 01:48

11 identicon

"og þar er Dylan mjög vanmetinn. Hann er afburðar píanóleikari, mjög góður munnhörpuleikari (ræður yfir ýmsum stílum) og framúrskarandi söngvari. Það er helst að gítarleikur hans sé ekki sterkur"

 Sveinbjörn þarna ruglast þú á píanó og gítar.

 Ég segi að Modern Times standi Love and Theft tæpast snúning, en þetta er að flestu leyti frábær plata og hefði orðið með hans allra bestu ef að helmingur plötunar væri ekki endurunnið efni frá öðrum.  

Birgir Már Hannesson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:24

12 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Sæll Birgir, ónei, ég ruglast ekki á hljóðfærum. Dylan er frábær píanóleikari, ég segi einmitt að það sé umdeilanlegt að hann sé ekki sterkur gítarleikari. Líklega eru þó sömu þættir á ferðinni hjá honum varðandi bæði  hljóðfærin, hann er ekki góður hljóðfæraleikari á hefðbundinn hátt,en samt frábær tónlistamaður.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 18.4.2009 kl. 13:40

13 identicon

haha... það er nú samt álit næstum allra sem skrifa á expecting rain og annarra að færni hans við píanóið sé afar takmörkuð. Enda var passað uppá fyrst um sinn að það heyrðist sem minnst í píanóinu á tónleikum þó svo það hafi aðeins hækkað í því síðustu ár. Auk þess dugar önnur höndin til þess að telja þau lög á stúdíóplötunum sem hann hefur setið við píanóið. Ekki að ástæðulausu.

 Hins vegar hafa margir gítarleikarar talað um að stíll hans sé einstakur. 

birgir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:48

14 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

æja, Birgir, það er ágæt að við getum deilt um eitthvað, en mér kemur lítið við hvað "næstum allir á Expectingrain" segja. Það er einfaldlega mín skoðun að Dylan sé góður píanóleikari, er ekki frá því að segja megi eins og þú gerir hér að ofan, að stíll hans sé einstakur (á píanóið) Annars er þetta karp um keisarans skegg, því það er útkoman sem skiptir máli, heildin. Varðandi píanóleik Dylans þá vil ég benda á Oh Mercy, hver lék á píanó þar? Jú, eingöngu Bob nokkur Dylan.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 21.4.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband