Leita í fréttum mbl.is

Dylan í ham - í kaldhömruðu íþróttahúsi.

Þetta verður stutt hjá mér, ég var ánægður með tónleikana í gær - hvað flutning laganna áhrærir. Þetta húsnæði, Nýja Laugardalshöllin, hentar alls ekki fyrir standandi tónleika, sviðið var alltof lágt og ég var ekki ánægður með hljómgæðin - en sjálfsagt hefði það ekki verið betra í gömlu Höllinni.

Dylan og hljómsveit fluttu þarna 17 lög á 2 tímum, 10 laganna voru af seinustu þrem plötum kappans en hin 7 voru frá sjöunda áratugnum. Einhver hefur nefnt að seinustu plötur hafi ekki vakið mikla athygli - en það er alrangt: Time out of Mind frá 1997 fékk mörg Grammyverðlaun og er almennt talin í hópi meistaraverka Dylans, Love and Theft kom út 2002 og fékk góðar viðtökur - Modern Times sem om út í hitti fyrra var víða valin besta plata ársins 2006 (m.a. í Rolling Stone tímaritinu),platan fór í fyrsta sæti víða um heim m.a. á Billboard og hér á Íslandi.

Söngur Dylans var fyrirtak í Nýju Höllinni, líklega sá sterkasti frá 2003, við fengum mjög góðar útgáfur af Stuck inside of Mobile..-  The Levee gonna Break - Tryin to get to Heaven - Nettie More- I´ll be your Baby Tonight - Workingmans Blues#2 - Spirit on The Water - It´s Alright Ma- When the Deal goes Down - Ballad of a Thin Man - Blowing in The Wind - og hin sex lögin voru ekki illa flutt, en svona hittu mig ekki í hjartastað. Þetta voru fínir tónleikar með listamanni sem enn er frumlegur og er virkur í útgáfu.  Hinsvegar var ég á tónleikum Dylans í Osló í fyrra í Spectrum og þar var setið (stórt hús, ca.10.000 manns) - setið í hálfhring um sviðið allir sáu vel, hljómurinn var frábær og nánast hvert einasta lag hitti í hjartasað. Munurinn liggur bara í húsnæðinu, því ef eitthvað er þá er Dylan enn betri í ár - sérstaklega sönglega.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Geturðu ekki laumað upptöku af tónleikunum í spilarann ?  Ég var á B-svæði og heyrði aðallega í hljóðfærunum, hefði einhverju breytt að standa á A-svæði ? Það stendur árið 2001 á Love and Theft hulstrinu.

Pétur Þorleifsson , 27.5.2008 kl. 20:21

2 identicon

Svaka fínir tónleikar, líka að mínu áliti, og hljómurinn þokkalegur þar sem ég var ekki langt frá sviði. Dylan var náttúrulega að koma úr 6 vikna fríi eða meir, og þá er þetta eins og með fótboltastrákana, spilagleðin var í hámarki. Gaman hvernig hann blandar gömlu við nýtt án þess að missa allan salinn í söng: Voru ekki allir í salnum að syngja "Blowin' in the wind" í huganum, en hlustuðu með sperrt eyrun á Bob flytja það á sinn hátt? Aðdáunarvert hvernig honum tókst þetta, finst mér.

Guðni (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Takk fyrir Pétur Þ, auðvitað er Love and Theft frá 2001 - og meiraðsegja frá 11.september 2001 (útgáfudagur) Ég hef líklega verið með í huga að 2002 í maí sá ég og heyrði Dylan í Rotterdam, það var í fyrsta skiptið eftir 1990 tónleikana hér heima sem ég mætti á svæðið.

Ég er að fara í 2 vikur til Spánar, á ekki von á að setja tónlist inn strax. En lofa að gera það við tækifæri. 

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta voru hrikalega flottir tónleikar...

Guðni Már Henningsson, 28.5.2008 kl. 00:43

5 identicon

ágætis skrif hjá þér Sveinbjörn. Leiðinlegt að fólk skyldi ekki sjá betur þarna aftar - en mér fannst hljómurinn mjög góður. Er annars ennþá í vímu eftir þessa tónleika - vá! Stórkostlegt!!

Annars finnst mér ég vera skilin eftir úti á víðavangi og finn ekki leiðina heim - því venjulega þegar ég sé Dylan tónleika þá sé ég nokkra í röð en þetta verða að þessu sinni því miður bara stakkir tónleikar - en ég er þó að plana ferð til USA á ágúst að sjá hann þar í Baltimore og Philadelphíu! Þú ættir að skella þér með okkur!

Afþví þið hafið svona mikin áhuga á listum þá vil ég benda þér og blog vinum þínum á það að hjá metacritic ( sem tekur saman alla helstu blaða krítik viðsvegar og leggur hana svo saman!) þá lentu síðustu tvær plötur Dylans mjög ofarlega (byrjaði árið 2000 þannig Time out of mind er ekki með): Love and theft lenti í 1sta sæti http://www.metacritic.com/music/bests/2001.shtml og Modern Times lenti í þriðja sæti 2006 http://www.metacritic.com/music/bests/2006.shtml 

sion

sion (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: Reinhold Richter

Sæll Sveinbjörn

Ég er mjög sáttur með hljómleikana enda fyrsta sinn sem ég ber karlinn augum, ég var um 5-7 metra frá sviðinu fyrir miðju og var mjög ánægður með sándið heyrði vel í öllum hljóðfærum og hávaðinn temmilegur.

Reinhold Richter, 6.6.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 34290

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband