5.4.2008 | 22:50
Dylan í Argentínu 13.3.08.
Á spilaranum hér til hliðar eru tónleikar Bob Dylans í Córdoba, Argentínu þann 13.mars 2008. Meistarinn Soomlos hljóðritaði tónleikana á Neumann 140, án leyfis að sjálfsögðu (susss og humm), yfirleitt er nafn þessa manns trygging fyrir bestu mögulegri upptöku. Ég hef trú á að þetta sé einn og sami maðurinn, Soomlos, því upptökurnar eru svipaðar að gæðum. Hinsvegar er ótrúlegt hvað maðurinn fer víða til að taka Dylan leynilega upp - og ekki aðra listamenn. Á seinasta ári var hann að "störfum" í USA, í Evrópu, Ásralíu og Nýja Sjálandi og nú í Suður Ameríku, hann virðist hafa góða sjóði eða traustan banka - nema hann sé starfsmaður Dylans:)
Eins og vanalega eru lögin ekki í réttri röð, því miður, þau raðast tilviljunnarkennt upp og það er sama hvað ég pæli í þessu, ég finn ekki lausn á því, en hér er nú samt lagalistinn:
Córdoba, Argentina
Orfeo Superdomo
13.mars 2008
Lagalisti:
1. Leopard-Skin Pill-Box Hat (Bob á rafgítar)
2. It Ain't Me, Babe (Bob á rafgítar)
3. Watching The River Flow (Bob á rafgítar)
4. Love Sick (Bob á orgel/hljómborð og áfram til loka tónleikanna, Donnie á raf-mandolín)
5. Rollin' And Tumblin'(Donnieá raf-mandolín)
6. Spirit On The Water (Bob á munnhörpu auk orgels)
7. High Water (For Charlie Patton) (Donnie á banjó)
8. Workingman's Blues #2
9. Desolation Row (Donnie á raf-mandólín)
10. Honest With Me
11. When The Deal Goes Down
12. Highway 61 Revisited
13. Ain't Talkin' (Donnie á á fiðlu)
14. Summer Days
15. Like A Rolling Stone
(uppklapp)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind (Bob á munnhörpu,Donnie á fiðlu)
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta málma á Grænlandi! Vandinn við málmvinnslu á Grænlandi, afar hár stofnkostnaður og rekstrarkostnaður!
- Herratíska : Hálsbindi við hversdagsklæðnað í sumarið 2025
- -gildismat-
- Næmari ónæmiskerfi í boði stjórnvalda
Athugasemdir
ótrúlega góðar upptökur of fín skemmtan
Kveðjur úr sumrinu í DK
Magnus Larusson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:02
Takk Magnús, það er gaman að heyra frá þér. Kveðja frá þínum gamla vinnustað, Staðarfelli, en þar er ég að vinna í annað sinn.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 6.4.2008 kl. 15:32
Sæll - er kisan hún Týra enn á lífi? Þóra tók hana eiginlega í fóstur þegar við fluttum - fannt nóg að við fjarlægðum 2 músabana, og okkur fannst of mikið að vera með 3 ketti í Hafnarfirði.
Magnús
Magnus Larusson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:23
Já, Magnús, það er merkilegt að þú skulir spyrja um kisu, ég reikna með að kisan okkar hafi verið hún Týra - en ég ber þér andlátsfregn hennar. Hún lést í hárri elli í janúar 2008, að vísu var henni hjálpað yfir í eilífðina því hún gat vala gengið lengur, né borðað - hún veiddi sína seinustu mús um miðjan desember 2007(svo ég viti), svo með sanni má segja að hún hafi staðið sína pligt. Staðið vaktina alla tíð og ætíð. Hennar er enn sárt saknað hér. Hinsvegar fáum við ekki annan kött því nú er ofnæmi orðið það algengt að dýrahald á meðferðarstað gengur ekki upp, sveimér þá ef það voru ekki nokkrir alkóhólistar sem urðu að yfirgefa staðinn seinustu árin, vegna ofnæmis og þar kom Týra svoldið við sögu auk hins ógurleg frjóofnæmis.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 9.4.2008 kl. 21:32
kvitt og kveðja .. long time no...
Áfram Reynir og þarnæst Þróttur
G Antonia, 20.4.2008 kl. 01:44
Takk takk, G Antonía, sumarið kemur brátt - með bolta og öllu hina líka. kveðja, sþ.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.