13.10.2007 | 20:30
Bob Dylan og The Greenbriar Boys
Hér eru tvær myndir, til vinstri, Bob 1961 með Greenbriar Boys líklega í Gerde´s Folk City í Þorpinu, NYC. Þriðja félaga Greenb.Boys vantar á myndina, en Bob var aukanúmer á tónleikum þeirra (vona að ég sé ekki að rugla þeim saman við The New City Ramblers, jæja tek þá áhættu) Til hægri, 45 árum síðar í Assago á Ítalíu 27.apríl 2007 og það er vel þess virði að taka eftir félaga Óskari á magnaranum hægra megin við Dylan (Óskarsverðlaun fyrir lagið Things have Changed árið 2000 úr kvikmyndinni Wonder Boys - og síðan hefur Óskar ætíð verið í farteskinu á tónleikaferðum)
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sveinbjörn.
Gott framtak hjá þér að lofa ploggvinum að hlusta á nýjar tónleikaupptökur með Dylan.Er sjálfur kominn með 5 tónleika frá haustinu.Dylan mafían þarf að fara að hittast
Kv.Óli Haukur
Ólafur Haukur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:18
já, þetta er ekki nokkur frammistaða hjá formanninum. ég mæli með breytingum og að annað hvort Óli eða Possi, taki við. Annars yljar þessi Assago mér mikið, einn af betri konsertum sem ég hef séð
Birgir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:12
Já, Birgir varst þú þar, í Assago? Núna er ég með tónleika frá Portland í október á spilaranum, góður hljómur þar.
Eigi mæli eg með að velta formanni Vorum! - en allar góðar tillögur um hitting eru væntanlega velkomnar, við vorum að tala um að skoða The Other side of the Mirror um leið og einhver góður maður fær dvd diskinn.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 18.10.2007 kl. 18:33
Næ ekki að hlusta núna en geri það fyrr en síðar...og fæ ég að mæta á næsta fund sem áheyrnarfulltrúi?????
Guðni Már Henningsson, 20.10.2007 kl. 16:31
Vertu hjartanlega velkominn Guðni Már. Við höfum síðustu tvö skiptin hittst alveg við garðshornið hjá vinnustaðnum þínum, þ.e. í Göngudeild SÁÁ Von - Efstaleiti 7.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 20.10.2007 kl. 19:30
Það vill svo til að mér hefur aldrei tekist að koma auga á hann Óskar á þeim tónleikum sem ég hef sótt. Þetta eru undarleg örlög! Kannski tekst það á næstu Oslóartónleikum, sem ég vona að verði eins góðir og þeir síðustu (og þá þurfa þeir að vera rosalega góðir).
Þorkell Ágúst Óttarsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.