22.9.2007 | 21:34
Og Þróttur hikstar enn!
Ó, jæja, enn dregst það að Þróttarar sanni ágæti sitt (í 1.deild karla, knattspyrnu), í dag töpuðu þeir fyrir ÍBV 1-2 og þá ræðst staða okkar (Þróttara) í deildinni í seinasta leik - næsta föstudag er seinasti leikurinn og hann er við Reyni í Sandgerði sem núna er í fallsæti. Reynir virðist vera í nær vonlausri stöðu og það er auðvitað stórhættulegt fyrir Þrótt. Ef ég man rétt þá var þjálfari Þróttar, Gunnar Oddson, þjálfari Reynis í fyrra - þegar þeir fóru upp um deild, skondið, eða öllu heldur kaldhæðinslegt. Hugur minn er svoldið hjá Reynismönnum því það er svo svekkjandi að falla strax að ári, en til að Reynir haldi sæti sínu í deildinni þyrfti KA að tapa stórt fyrir Þór og þeir að vinna Þrótt örugglega. Sem auðviðað er ekki inni í myndinni hjá okkur Þrótturum.
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og sagt frá mínu hjarta, hárrétt! En aldrei er öll von úti eða hvað?
G Antonia, 23.9.2007 kl. 22:38
Ó,nei - vonin blíð og allt það.
Allavega fer ég á völlinn á föstudaginn kemur, suðurfrá.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 26.9.2007 kl. 23:43
Já. velkominn!! Ég held ég geti mætt líka, verð rétt lent í Keflavíkinni fyrir föstudag, og mæti ef ég hef "taugar" í það.... og laumast þá kannski til að kíkja eftir þér ... svona inn á milli þegar lítið er að gerast á vellinum hehe!!! En vonumst eftir spennandi og sanngjörnum leik.........og auðvita að kraftaverk verði hjá Reyni!!!
G Antonia, 27.9.2007 kl. 00:45
Innilega til hamingju seinni hálfleikur einkenndist af baráttu hjá báðum liðum og hefði vel getað orðið jafnari úrslit....
Sandgerðisvöllur fullur af þrótturum, Reynismönnum, og nokkrum Eyjamönnum...
En svona er þetta í íþróttum,einhver verður að tapa og gera þá bara betur næst - það kemur dagur eftir þennan dag!!!
Til hamingju þróttarar !!!
G Antonia, 29.9.2007 kl. 00:36
Þakka þér fyrir Guðbjörg Antonia, þetta var kannski ekki flottasti leikur sumarsins, en verkefni Reynismanna var nær óvinnandi þar sem þeir þurftu að vinna eitt efsta lið deildarinnar og treysta því að KA tapaði mjög stórt fyrir Þór. Við Þróttarar erum auðvitað mjög ánægðir, nú er að sjá hvort við höldum okkur í efstu deildinni næsta sumar. Það vantaði nokkra mjög skemmtilega menn í lið Þróttar, en útkoman var samt fín.
Mér fannst Reynismenn berjast mjög vel í síðara hálfleik, en það er eins og þeir hafi ekki verið mættir á svæðið í fyrri hálfleik, allavega fengu þeir tvö mörk á sig snemma í leiknum. Ég sá ekki fyrsta markið því ég og Höskuldur vinur minn komum aðeins of seint til leiks, en annað markið var stórglæsilegt. Mér fannst aðstaðan ágæt í Sandgerði, þó völlurinn sjálfur hafi verið svona lala eftir rigninguna undanfarið.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.