26.4.2008 | 02:42
Bob Dylan er fluttur!
Gleðitíðindi! Tónleikar Bobs 26.maí hafa verið fluttir frá Egilshöll í nýja salinn í Laugardalshöll. Þetta finnst mér mjög til bóta og það er gott fyrir ykkur að tónleikahaldararnir hafa enn til sölu 2000 miða og stefna á tónleika með rúmlega 8000 manns. Ég hef ekki verið á tónleikum í þessum nýja sal, vitið þið hvernig hljómburður er þarna? Fróðir menn segja mér að allt sé bertra en Egilshöll, ekki svo mikið vegna hljómburðar heldur vegna þess að höllin er stór geimur, eða þannig.
Ég hef verið á tónleikum hjá Bob í 10.000 manna höll, 8000 og 6000 manna húsum og svo í 2200 sæta leikhúsi - og ég get bara sagt ykkur það að alltaf var það töfrandi stund, þó nálægðin og krafturinn í Sheperd´s Bush leikhúsinu í London 2003 hefði sinn sérstaka sjarma. Hinsvegar voru tónleikarnir 2002 í Rotterdams Ahoy líka eftirminnilegir (10.000 til 12.000 manns í íþróttahöll) - en þar heyrði ég lög af glænýrri plötu Dylans, Love and Theft og auk þess var ofsalega eftirminnilegt að heyra þarna lag af Saved - "Solid Rock" og ekki síður cover útgáfu af sígildu lagi "Man of Constant Sorrow" og svo "Blind Willie McTell" og "If Dogs Run´s Free" o.s.fr.
Ég skora á ykkur, ekki missa af tónleikunum Bob Dylan í Nýja sal Laugardalshallarinnar, ég veit að hann og hljómsveitin eru í mjög góðu formi, um það vitna góðir dómar um Suður Ameríku tónleikaferðina í febrúar og mars 2008: http://www.boblinks.com/#0223 og þó að þetta sé nokkurskonar áhangenda síða(ekki þar fyrir, menn eru oft mjög gagnrýnir og jafnvel miskunarlausir á Boblinks), þá fengu tónleikarnir einnig mjög góða dóma í blöðum og tímaritum.
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Teek undir það að það eru gleðifréttir með laugardalshöllina... mikið vildi ég hafa heyrt hann taka Solid rock
Guðni Már Henningsson, 27.4.2008 kl. 16:06
Já, gaman væri það Guðni, að heyra Solid Rock aftur, en lagið hefur þó ekki verið flutt síðan þarna í sumartúrnum 2002 (held ég), en hann hefur stundum flutt Saving Grace á undanförnum árum og ekki er það lakara.
En Guðni, hvernig láta menn af þessum nýja sal í Höllinni - hvað varðar hljómburð og tónleika almennt??
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 27.4.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.