Leita í fréttum mbl.is

Bob Dylan í Morrison, Colorado

 Hér er áhugaverður lagalisti (setlist) frá tónleikum Bob Dylans í Colorado í gærkvöldi, 19.7.07. 

1. Rainy Day Women #12 & 35l 2. When I Paint My Masterpiece 3. Watching The River Flow 4. Workingman's Blues #2 5. Rollin' And Tumblin' 6. Every Grain Of Sand 7. Cry A While 8. Spirit On The Water 9. Friend Of The Devil 10. Highway 61 Revisited 11. Shooting Star 12. Most Likely You Go Your Way (And I'll Go Mine) 13. Nettie Moore 14. Summer Days 15. Masters Of Wars       (encore) 16. Thunder On The Mountain 17. Blowin' In The Wind

Ég gat ekki setið á mér að skella þessu upp hér, þó ég sé með link á Bobdates þar sem gott yfirlit er um setlistana. Ástæðan er sú að þarna eru nokkur lög flutt sem langt er síðan að dúkkað hafa upp á tónleikum, nefni hér When I Paint My Masterpiece, Friend of the Devil og Workingman´s blues #2 - en það hefur ekki verið flutt í USA á þessu ári og aðeins einu sini í Evróputúr á seinasta vetri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Frábær lagalisti.  Dylan er reyndar afar misjafn á hljómleikum.  Meðal annars vegna dópneyslu.  En það er líka svo heillandi við hljómleika hans að hann er oft ófyrirsjáanlegur með lagaval.  Tekur skyndiákvarðanir á sviðinu meðspilurum sínum til vandræða.

  Fyrir örfáum dögum las ég viðtal við Ronnie Wood sem spilaði með honum á Live Aid.  Ronnie og Keith Richards höfðu æft með honum tiltekin lög en á sviðinu skipti Dylan - vel dópaður - um lagaval.

  Þeir Stónsbræður voru þess vegna eins og bjánar þegar Dylan óð í óæfð lög.  Það bjargaðist að hluta fyrir horn vegna þess að Keith var jafn dópaður og Dylan á sviðinu.   

Jens Guð, 22.7.2007 kl. 02:23

2 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Takk Jens guð. Ég held maður geti ekki gert mjög mikið úr dópneyslu Dylans, áfengi og kanabis voru vissulega hans efni forðum - og speed á köflum. Hinsvegar er hann ekki fíkill.

Samkvæmt minni reynslu þá hefur Dylan alls ekki verið misjafn á tónleikum SEINUSTU ca. 12 ÁRIN. Margt bendir til þess að hann hafi stórminnkað neyslu áfengis og eða annarra efna - þó auðvitað geti enginn sagt til um það nema hann sjálfur.

Sem dæmi um hve prívat einkalíf Dylans er: það vissi nánast enginn (nema nánasta starfsfólk og ættingjar- líklega) að Dylan var giftur í mörg ár á níunda áratugnum og fram á þann tíunda. Hann sækist ekki eftir glanstímaritum, eins og þú veitst, og það líkar mér vel.

Á lagalistanum má sjá að hann sleppir Like a Rolling Stone og Watchtower - sem hafa verið standard seinustu tvö lög seinustu 10 árin. 

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 22.7.2007 kl. 02:46

3 identicon

Sæl Sveinbjörn,

Til hamingju með heimasíðuna.Hefur Jens verið að sjá Dylan á tónleikum síðustu ár eða áratug ? Einkennileg skrif,hann hefur ekki fylgst með okkar manni.

Kv.Óli Haukur

Óli Haukur (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 09:41

4 identicon

Varðandi Live Aid: sennilega hef ég ekki séð þetta Ronnie Wood viðtal sem Jens talar um (þó ég hafi reyndar lesið nokkur þar sem Live Aid ber á góma), en ég á upptökur af æfingum þeirra félaga fyrir Live Aid og það er einfaldlega ekki rétt að þeir hafi ekki æft einmitt þessi lög sem voru spiluð - hinsvegar er mikill losunarbragur á þessum æfingum. Bob virtist bara mjög edrú þetta kvöld (ólíkt Keith sem greinilega var á einhverju) hinsvegar var vandamál með mónótor (eða hvað sem það heitir) og svo var heill kór fyrir aftan tjaldið þar sem þeir spiluðu að æfa 'We are the world' þannig að þeir heyrðu ekkert hvað þeir voru að gera og því gat þetta ekki heppnast vel - auðvitað fengu þeir svo allar skammirnar en það var varla mjög sanngjarnt. 

sion (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:51

5 identicon

Dylan misjafn á tónleikum? Já sem betur fer. Vitið þið um einhvern sem er það ekki? Þó er varla hægt að tala um að Bob sé misjafn í dag sé borið saman við árin 1990-92.

Birgir Már Hannesson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:45

6 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Þegar maður skoðar flutning Dylans á Live Aid þá finnst mér alls ekki allt vera lélegt þar - sérstaklega miðað við aðstæður eins og Sion lýsti  vel.

Hinsvegar finnst mér mjög undarlegt að þetta skuli hafa verið framkvæmt svona (þó þetta sé í þáskildagatíð) Hvenær voru Live Aid, 1985-86? Þetta var stærsti viðburður ársins og í fyrsta skiptið sem svona fölþjóðleg söfnun fór fram. Var Dylan ekki á þessum tíma á ferð með bandinu sínu Tom Petty and The Queans of Rythm? Hann var með frábæra tónleika víða um heim á þessum árum, hvað réði því að hann kom ekki fram ásamt SINNI HLJÓMSVEIT. Kannski hann sjálfur, eða eitthvað - það skiptir auðvitað ekki máli núna. Á þessum tíma voru menn æstir í að heyra í Dylan - þjóðlagasöngvaranum, það tókst mjög vel 10-12 árum fyrr á Bangla Desh konsertinum, en þarna virðist margt hafa farið úrskeiðis.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 26.7.2007 kl. 23:04

7 identicon

Sveinbjörn erthvað ertu farinn að ryðga í fræðunum þykir mér. Dylan spilaði fyrst með Tom Petty of félögum á Farm Aid og ferðir þeirra saman um heiminn stóð síðan yfir í tvö ár með hléum 1986-87 (en ég sá Dylan einmitt á tvennum tónleikum í London okt. '87 í fyrsta skiptið). Þegar Bob kom fram á Live Aid hafði hann ekki komið opinberlega fram (jæja ok einu sinni með Joan Baez 1982 reyndar) síðan á '84 evróputúrnum.

Ekkert alvarlegt við mistígum okkur öll

sion 

sion (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:28

8 identicon

Sprenghlægilegt! 

 Ekki veit ég hvernig mér tókst að troða árinu 1982 milli '84 og '85. Ótrúlegt bullið sem kemur upp úr manni stundum :-)

sion 

sion (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 13:17

9 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Alveg rétt, fínt Sion. Ég ætlaði einmitt að gá að þessu, fræðimennskunnar vegna:) en lét vera. Og hvenær voru þá Live Aid, þeir voru 13.júlí 1985.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 27.7.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband