7.5.2009 | 23:39
Að reka vændishús, að vera mellumamma.
Mér finnst stórfínt að lögreglan skuli ná árangri varðandi innflutning vímuefna, þó maður viti alveg að það sem næst verður aldrei nema minnihluti innflutningsins. Því miður.
En það sem vekur athygli hér er að þessi kona, Katalina, hefur opinberlega viðurkennt að vera mellumamma, þ.e. að hún reki vændishús og hafi af því tekjur. Í einfeldni minni hélt ég að það væri brot á lögum, að hafa tekjur af vændi. Ok. nú er vændi löglegt á landinu og ég man ekki betur en að við seinustu breytingu hafi enn verið ólöglegt að hafa tekjur af vændi annarra, að skipuleggja það o.s. fr. Nú svo er náttúrulega ólöglegt að kaupa vændi, er það ekki, fór sú breyting ekki í gegn á vorþinginu?
Hvernig stendur á því að konan hefur ekki fyrir lögnu verið handtekin vegna vændisstarfsseminnar? Er það vegna þess að hún opinberaði í Viku viðtalinu að viðskiptavinir hennar séu m.a. ráðherrar og alþingismenn? Ég bara spyr, því er þetta ekki grafið upp og er spillingin svona mikil hér? Það kemur ekki á óvart að vímuefnin blandist inn í þennan rekstur, þessir þættir eru ævarandi, alltaf, samtvinnaðir.
Í gæsluvarðhald grunuð um fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski einmitt vegna þess að þarna koma við sögu menn sem ekki má hrófla við? Það er allt önnur ella að stela skinkubréfi!
Rut Sumarliðadóttir, 8.5.2009 kl. 12:51
Það má nú segja Rut. Sammála þér auðvitað.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 9.5.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.