Leita í fréttum mbl.is

Hamborg 3.júlí 1990

Til gamans seti ég inn á spilarann (hér til hægri) tónleika Bob Dylans frá Hamborg, 3.7.1990. Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir að hann var í Reykjavík með tónleika og hér heyrist vel hversu góður Dylan og hljómsveitin voru á þessum tíma. Reyndar á það við um flesta tíma!

Menn hafa sett fram þá fullyrðingu í fjölmiðlum að tónleikarnir í Laugardalshöll 1990 hafi verið lélegir, um það eru skiptar skoðannir, sumir segja hreint frábærir tónleikar - aðrir miðlungs, en lélegir það er af og frá. Persónulega fannst mér nóg bara það að fá tækifæri til að vera á staðnum, á tónleikum hjá honum. Það var bónus að heyra hann flytja góða útgáfu af Hard Rain, Gotta Serve Somebody og Shooting Star - já, ég má ekki gleyma Ballad of a Thin Man. Ég var sáttur.  Upptökur af tónleikunum í Höllinni eru til, ég á eintak, en hljómgæði upptökunnar er ekki af bestu gerð (finnst mér) svo ég sleppi þeim ekki lausum hér. 

Setlistinn í Hamborg:  

1.Most Likely You Go Your Way (And I'll Go Mine)
2.Ballad Of A Thin Man
3.Stuck Inside of Mobile With the Memphis Blues Again
4.I Believe In You
5.Masters of War
6.Gotta Serve Somebody
7.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
8.It's All Over Now, Baby Blue
9.Desolation Row
10.The Lonesome Death of Hattie Carroll
11.It Ain't Me, Babe
12.Everything Is Broken
13.No More One More Time
14.Political World
15.Old Rock & Roller
16.All Along the Watchtower
17.I Shall Be Released
18.Like A Rolling Stone
19.Blowin' in the Wind
20.Highway 61 Revisited

Lag númer 15 er eftir Charlie Daniels og er eina skiptið sem Dylan hefur flutt það opinberlega (sá gerir það vel) Lag númer 13 No more one more Time hefur Dylan flutt þrisvar, en veit einhver eftir hvern lagið er?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var ekki hrifinn af tónleikunum í Laugardalshöll. Ég þori alveg að viðurkenna það :-)

Þorkell (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 05:04

2 Smámynd: Halldór Ingi Andrésson

No More One More Time er eftir Troy Seal og Dave Kirby og Dylan hefur líklega kynnst því hjá Jo-el Sonnier á plötunni Come On Jo frá 1990. Sonnier spilar á nikku og syngur cajun og er nokkuð góður.

Halldór Ingi Andrésson, 9.2.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Takk fyrir Halldór Ingi, ég reikna með að Sonnier sé Suðurríkjamaður, best að slá honum upp.

Þorkell, þú þorir - fínt, en gaman væri að heyra rök fyrir þessu hjá þér.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 10.2.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

já, þetta segja þeir á heimasíðu kappans, Jo-el Sonnier:

 Jo-El Sonnier was born in Rayne, Louisiana to poor, French-speaking sharecroppers.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 10.2.2008 kl. 00:15

5 identicon

Mér fannst öll lögin hljóma svipuð, sérstaklega vegna þess að röddin var ekki í besta formi. Annars hef ég ekki heyrt tónleikana aftur svo það er erfitt að rifja upp ákveðin atriði. Man bara að ég var frekar skúffaður.

Þorkell (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 02:42

6 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já, skil það vel - Þorkell, en ég held að hljómburður Hallarinnar hafi haft sitt að segja á neikvæðan hátt, því ef þú hlustar á hluta af lögunum sem ég er með núna á spilaranum (eða alla tónleikana) þá heyrast alveg sömu útsetningarnar og röddin er fín. Örugglega er þetta hinn frægi dagamunur á tónleikum Dylans, skilst að seinkun á flugi frá USA hafi verið 7 eða 13 tímar og svo heyrum við frábæra tónleika á Roskilde hvað, 2 dögum eftir Reykjavík. Annars skiftir það ekki máli, því fyrir okkur (mig og þig) þarf Dylan ekki að sanna neitt.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 10.2.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband