Leita í fréttum mbl.is

Og hvað er NAADAC spurði litla græna laufið.

Í seinustu færslu vitnaði ég til NAADAC skírteinis sem ég fékk afhent á mánudaginn var ásamt Þórdísi Davíðsdóttur og Herði Svavarsyni. Til að útskýra málið þá vísa ég til eldri færslu sem ég setti inn í janúar síðastliðinn:

Ég gat lagt aftur augun og slakað örlítið á eftir að hafa staðist próf hjá NAADAC (The Association for Addiction Professionals - í Bandaríkjum N-Ameríku) http://naadac.org/ nú get ég á tillidögum kallað mig Sveinbjörn K.Þorkelsson NCAC I (National Certified Alcohol Counselor I) - humm og það er alveg ágætt.   Þetta próf hefur verið þreytt af íslenskum áfengisráðgjöfum undanfarin ár eftir að samningar náðust á milli NAADAC og FÁR (Félag Áfengisráðgjafa)  http://www.far.is/  Þetta landsamband bandarískra áfengis og vímuefnaráðgjafa hefur undanfarin ár aukið samstarf við félög áfengisráðgjafa erlendis.

Það var auðvitað voðalega gaman að fá þessa viðurkenningu, það staðfestir þá þekkingu sem ég hef öðlast við lestur og í starfi seinustu ára (ég hóf störf hjá SÁÁ á árinu 2000) sem sagt styrkir mig faglega og gleður mig stórlega. Þennan dag voru með mér þau Erna sambýliskona mín, Trausti sonur hennar, Ragnheiður systir mín, tvö börn hennar og frænka frá Noregi, að ógleymdum vini mínum Höskuldi. Það var ómetanlegt að hitta þessa vini sína á svona stund.

Fögnuður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með áfangan, þótt þú hafir reyndar verið búinn að ná honum fyrir löngu. En útskrift er alltaf skemmtileg, þótt sein sé.

Þorkell (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband