23.6.2010 | 02:00
Blaut tuska í andlit sparifjáreigenda?
Pétur H Blöndal: "Dómur Hæstaréttar er eins og blaut tuska í andlit sparifjáreigenda. Hann verðlaunar þá sem tóku áhættu, þá sem eyddu og voru óvarkárir í fjármálum"
Ég sé ekki betur en með ofangreindum orðum fari Pétur með ýkjur og alhæfingar, um mjög misjafnar ástæður fólks til lántöku. Er aðalatriðið ekki einmitt það, að þessi kjör á lánunum VORU ÓLÖGLEG? Um það hefur fallið dómur sem Hæstaréttur staðfestir núna, lög voru brotin.
Þeir sem buðu lánin voru að bjóða ólöglegan varning. Voru neytendur e.t.v. orðnir þjófsnautar með því að skrifa undir slík lán? Engan hef ég heyrt halda slíku fram.
Á nú að hæðast að og hegna þeim Íslendingum sem tóku lán hjá löglegum stofnunum, sem sættu eftirliti opinbera eftirlitsaðila. Ef ég kaupi gallaða vöru á afborgunum, er þá ekki eðlileg krafa mín (neytandans) að fá vörunni skipt í heila - ef ég á að halda áfram að borga af henni í umsamdan tíma?
Persónulega hef ég ekki tekið gengistryggt lán, en orða þetta svona sem dæmi.
Bruðlurum bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt hja Pétri, kjánarnir fá þarna of væga meðferð. Það ætti að nafngreina öll fíflin.
Guðmundur Pétursson, 23.6.2010 kl. 02:57
Ég man þá tíð þegar Gengistryggðu lánin héldu innreið sína, þá var það allmennt talið svo að þau væru hin mesta búbót og það bæri að þakka fyrir að það væri kominn annar kostur við vísitölulánin.
Menn reiknuðu fram og aftur, báru saman útkomurnar við vístölulánin, aftur og aftur.
Semsagt menn vissu algjörlega upp á hár hvað væri á ferðinni!
SEM VAR.. Verðtrygging í formi Gengistryggingar, í staðin fyrir Vísitölu.
Ummræðan um þessi lán var opin og ekkert var dregið undan hvað væri á ferðinni.
Áhættan er gengi íslensku krónunnar!
þetta getur enginn dregið í efa, þetta sanna óteljandi blaðagreinar og umræður í fjölmiðlum frá þessum tíma.
Nú er það svo að Hæstiréttur hefur dæmt um það að EKKI finnist lög um að hægt sé að notast við GENGISTRYGGINGU.
En það breytir engu um það að þið skrifuðuð upp á að þið voruð sátt við GENGISTRYGGINGU í staðin fyrir VÍSITÖLU.
Lánþegar hafa fundið smugu til þess að komast hjá upprunanlegu skuldbindingum sínum, það er kostnaður/áhætta af gengi krónunar.
En hver á að borga mismuninn, á Kreppu-Krónunni og Útrásar-Krónunni.
Hvers vegna eiga þeir ekki að borga mismuninn sem keyra um á bíldruslunum?
því einhver gerir það að lokum, skuldir gufa ekki upp!
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 03:47
Guðmundur P: hehe, já með kennitölu.
Ragnar Thoriss: Þú segir semsagt að þessir ÞIÐ,sem ég tek ekki til mín, að þeir séu þjófsnautar. Samsekir. Ok það er sjónarmið.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 23.6.2010 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.