19.7.2007 | 19:04
STEFNUSKRÁ.2
Í fyrsta lagi: Ég ætla mér að muna að á þennan stað er ekki svo slæmt að koma, ég lofa engu, en þar sem ég hef breytt lykilorðinu í eitthvað sem tengist frumbernsku minni þá ætti ég að muna það enn um sinn og þar að auki er ég búinn að finna Stjórnborðið á blogginu mínu.
Efst á Stefnuskránni er því að muna lykilorðið, þar af leiðir að ég mun líta oftar hingað inn.
Að öðru leiti mun ég stöku sinnum bregðast við fréttum dagsins, en alls ekki oft, nei - örugglega ekki oft.
Ég mun ekki fjalla um stjórnmál, pólitíska atburði innanlands sem utanlands mun ég láta alveg afskiftalausa, á þann vettvang eru margir kallaðir. Ef ég bregð út af þessari ætlan minni þá verð ég að leita afbrigða við þessa Stefnuskrá og leyfi ég mér að segja hér og nú að það á aðeins við um heimssögulega atburði (hvað telst vera heimssögulegur atburður, verð ég víst að dæma um sjálfur - en þið megið alveg slá á fingurna mína ef þið eruð mér ósammála)
Myndir af vinum og vandamönnum verða áfram birtar og frekar bætt við - eftir því sem tengimöguleikar og harði diskurinn á fartölvunni leyfir.
Ég ætla mér að segja ykkur frá þeim tónleikum sem ég hef farið á með Bob Dylan (and his Band), þetta verða nú ekki djúpar pælingar, en þar sem ég hef nú farið á 11 eða 12 tónleika með kallinum þá lagar mig til að gera grein fyrir þeim og ferðalögunum sem þeim tengjast. Og þá væri gott að byrja á því að finna út hvort ég hef farið á 11 eða 12 tónleika, það býður næstu færslu.
Bob er hér með kominn inn á Stefnuskránna og þá er þetta fullkomið, nema hvað ég mun einnig fjalla um spilafíkn öðru hverju, ef ég verð í stuði. Það er auðvitað stóra spurningin, verð ég í STUÐI?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 18:07
Stefnuskrá/Nú er lag á Læk,
Ég horfi yfir þessa bloggsíðu mína og hvað sé ég: Nokkrar fjölskyldumyndir og þrjár færslur með sex til átta mánaða millibili - og svo hugsa ég: Þessum manni liggur ekki mikið á hjarta! Þar sem þessi maður er ég sjálfur þá ætla ég að skoða þetta örlítið nánar.
Nú, hvað er þetta - það var aldrei meiningin að bregðast við öllu áreiti, öllum breytingum í lífi mínu og viðra hjarta mitt eins og útspítt hundsskinn á þessum stað. Ég hélt reyndar að mér myndi haldast á lykilorðinu lengur en í rauninni varð. Minnið orðið hriplekt og svo gleymir maður bara alveg að þarna á maður innskot hjá Mogganum, heila bloggsíðu sem hægt er að mæla í kb og kannski einhvertíma í mb (ef einhver skilur það)... Aldrei meiningin ... hver var þá meiningin, nú tilgángurinn með þessari bloggsíðu er glataður sjálfum mér og þýðir ekkert um það að tala, en hér er ný Stefnuskrá fyrir pos, bloggsíðuna mína á mbl.is: ........................................................ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. júlí 2007
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thunberg. Stundum tapar sannleikurinn í mannkynssögunni og mýtan verður ofaná. Er kristnin þannig?
- Ef þessi tafla getur hjálpað við að ákveða magn af ivermectin í mg á kíló en fá fleiri umsagnir
- Samkeppnis kapítalistarnir fljúga frá skuldum.
- Ég óttast að - Sáttmáli við bandr. ríkið - Trump vill Háskólar landsins undirgangist; feli í sér upphaf á opinberri ritskoðun í Bandaríkjunum á vísindum! Er gæti leitt til hugsanlega mikils tjóns fyrir vísindi þar í landi!
- Skrattinn úr sauðarleggnum frá Brüssel