Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Bærilegt, nei - á sinn hátt ágætt, en ekki eitt orð um IceSave

Vel flutt og að mörgu leiti innihaldsríkt ávarp forseta Íslands til okkar, þjóðarinnar, en hvað er að, býr forsetinn í kristalhöll. Það má vera að sú höll sé fagurlega meitluð, já algjör smíðasnilld, en gluggalaus er hún. Ég sé ekki inn, en það sem verra er, forsetinn sér ekki út til þjóðarinnar og hefur sjálfur dregið slagbrandinn fyrir þessar einu dyr sem eru á gímaldinu.

Semsagt, í ávarpi forsetans til þjóðarinnar var ekki eitt orð um Ice Save, ríkisábyrgð, eða lög þar um.

 O, jæja, þegar betur er að gáð þá sagði hann m.a. þetta, orðrétt:

"Þá er rétt að hafa í huga að vilji þjóðarinnar er einmitt hornsteinninn

sem stjórnskipan lýðveldisins hvílir á. Breytingarnar sem gerðar voru á

stjórnarskránni 1944 og rúmlega 90% landsmanna samþykktu í

þjóðaratkvæðagreiðslu kveða á um að valdið sem áður var hjá Alþingi og

konungi er fært þjóðinni. Forseta hins unga lýðveldis svo falið að tryggja

þann rétt þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana"

   -   ég segi, ráði nú hver sem betur getur í þessa setningu, sérstaklega "aðstæður og afleiðingar ákvarðana" Eitthvað líst mér ekki á tóninn frá kristalhöllinni.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband