Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
1.1.2010 | 13:53
Bærilegt, nei - á sinn hátt ágætt, en ekki eitt orð um IceSave
Vel flutt og að mörgu leiti innihaldsríkt ávarp forseta Íslands til okkar, þjóðarinnar, en hvað er að, býr forsetinn í kristalhöll. Það má vera að sú höll sé fagurlega meitluð, já algjör smíðasnilld, en gluggalaus er hún. Ég sé ekki inn, en það sem verra er, forsetinn sér ekki út til þjóðarinnar og hefur sjálfur dregið slagbrandinn fyrir þessar einu dyr sem eru á gímaldinu.
Semsagt, í ávarpi forsetans til þjóðarinnar var ekki eitt orð um Ice Save, ríkisábyrgð, eða lög þar um.
O, jæja, þegar betur er að gáð þá sagði hann m.a. þetta, orðrétt:
"Þá er rétt að hafa í huga að vilji þjóðarinnar er einmitt hornsteinninn
sem stjórnskipan lýðveldisins hvílir á. Breytingarnar sem gerðar voru á
stjórnarskránni 1944 og rúmlega 90% landsmanna samþykktu í
þjóðaratkvæðagreiðslu kveða á um að valdið sem áður var hjá Alþingi og
konungi er fært þjóðinni. Forseta hins unga lýðveldis svo falið að tryggja
þann rétt þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana"
- ég segi, ráði nú hver sem betur getur í þessa setningu, sérstaklega "aðstæður og afleiðingar ákvarðana" Eitthvað líst mér ekki á tóninn frá kristalhöllinni.
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júní 2011
- Nóvember 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Tenglar
Annáll. Guðfræðiblogg o.fl.
Blogg síða
Bob Dylan, heimasíða á vegum Columbia útgáfufél.
Opinber heimasíða Bob Dylans/Columbia
Torrent tónleikasíða
Aðallega tónleikaupptökur, nýjar og gamlar.
Ágæt ljóðasíða. ljód.is
ljóð í massavís
SÁÁ
Flestir þekkja til SÁÁ, en umfang starfsins hjá samtökunum kemur mörgum á óvart. Heimasíða SÁÁ.
Fél. Áfengis og vímuefnaráðgjafa
FÁR er Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa
Expecting Rain
Um Bob Dylan og ýmsa vini hans
Bob Dylan. Setlistar
Góð síða með setlistum og umfjöllun um tónleika Bob Dylans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar