Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hamborg 3.júlí 1990

Til gamans seti ég inn á spilarann (hér til hægri) tónleika Bob Dylans frá Hamborg, 3.7.1990. Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir að hann var í Reykjavík með tónleika og hér heyrist vel hversu góður Dylan og hljómsveitin voru á þessum tíma. Reyndar á það við um flesta tíma!

Menn hafa sett fram þá fullyrðingu í fjölmiðlum að tónleikarnir í Laugardalshöll 1990 hafi verið lélegir, um það eru skiptar skoðannir, sumir segja hreint frábærir tónleikar - aðrir miðlungs, en lélegir það er af og frá. Persónulega fannst mér nóg bara það að fá tækifæri til að vera á staðnum, á tónleikum hjá honum. Það var bónus að heyra hann flytja góða útgáfu af Hard Rain, Gotta Serve Somebody og Shooting Star - já, ég má ekki gleyma Ballad of a Thin Man. Ég var sáttur.  Upptökur af tónleikunum í Höllinni eru til, ég á eintak, en hljómgæði upptökunnar er ekki af bestu gerð (finnst mér) svo ég sleppi þeim ekki lausum hér. 

Setlistinn í Hamborg:  

1.Most Likely You Go Your Way (And I'll Go Mine)
2.Ballad Of A Thin Man
3.Stuck Inside of Mobile With the Memphis Blues Again
4.I Believe In You
5.Masters of War
6.Gotta Serve Somebody
7.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
8.It's All Over Now, Baby Blue
9.Desolation Row
10.The Lonesome Death of Hattie Carroll
11.It Ain't Me, Babe
12.Everything Is Broken
13.No More One More Time
14.Political World
15.Old Rock & Roller
16.All Along the Watchtower
17.I Shall Be Released
18.Like A Rolling Stone
19.Blowin' in the Wind
20.Highway 61 Revisited

Lag númer 15 er eftir Charlie Daniels og er eina skiptið sem Dylan hefur flutt það opinberlega (sá gerir það vel) Lag númer 13 No more one more Time hefur Dylan flutt þrisvar, en veit einhver eftir hvern lagið er?

komdu fagnandi bob dylan

Ég fékk sms skeyti frá tveim félögum um hádegisbilið í dag, bob kemur í vor, sögðu þeir.  Mikið rétt, Bob Dylan kemur - kannski. Ég vil hvetja íslendingana sem eru að semja við menn bobs að leggja sig nú armennilega fram, það er löngu tímabært að fá þennan mikla tónlistarmann aftur hingað. Hann hefur verið á fleygiferð um Ameríku og Evrópu á hverju ári frá því hann kom hingað í fyrsta sinn 1990, svo hefur hann auðvitað heimsótt Eyjaálfu öðru hvoru og í næsta mánuði verður tónleikaferð um Suður Ameríku. Stokkhólmur, Osló, Kaupmannahöfn eru fastir viðkomustaðir Bob Dylan and His Band, en Reykjavík -ónei. Koma svo, strákar og stelpur, leggið ykkur fram að fá kallinn hingað í vor!!

Ég fór á tónleika með bob í Osló í fyrravetur og get fullyrt að hann er í toppformi, en ég hef stundað tónleika (með bob and his band) alltítt frá 2002.

GaslightCafe62


mbl.is Dylan kemur kannski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar - ó, hvar (og Staðarfell)

og hvað hefur á daga mín drifið?

Skyldi ekki vera líf utan við blogg færsluna, eða er einhver haldinn - ég blogga þess vegna er ég/heilkenninu, eða veikindunum? Ó, jú og jæja, þið vinir mínir vitnið um lífið á hverjum degi og oft lýsið þið lífinu skemmtilega, ó, já af ást og umhyggju, stundum af hatri, öfund, hneykslun, en oftar þó af forvitni og furðu. Þið vitnið um lífið og gefið mér um leið skissu af ykkur sjálfum -  og þannig er einnig um mig.

Nei, dagar lífs míns hafa ekki lit sínum glatað, ég hef verið vestur á Staðarfelli seinustu vikurnar, eða frá 17.desember 2007. Ó, nei, ég var ekki í langtíma meðferð þarna á Fellsströnd í Dölum, þetta er bara vinnan mín hjá SÁÁ. Semsagt, lifi enn.  Slóð á Dalina: http://www.dalir.is/

Hér er mynd af Staðarfelli, en það er gamalt höfuðból og þar bjó Þórður Gilsson, faðir Hvamms-Sturlu, á 12. öld. Á Staðarfelli var starfræktur húsmæðraskóli frá 1927 til 1976.

Staðarfell


Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband