Leita í fréttum mbl.is

Hvar - ó, hvar (og Staðarfell)

og hvað hefur á daga mín drifið?

Skyldi ekki vera líf utan við blogg færsluna, eða er einhver haldinn - ég blogga þess vegna er ég/heilkenninu, eða veikindunum? Ó, jú og jæja, þið vinir mínir vitnið um lífið á hverjum degi og oft lýsið þið lífinu skemmtilega, ó, já af ást og umhyggju, stundum af hatri, öfund, hneykslun, en oftar þó af forvitni og furðu. Þið vitnið um lífið og gefið mér um leið skissu af ykkur sjálfum -  og þannig er einnig um mig.

Nei, dagar lífs míns hafa ekki lit sínum glatað, ég hef verið vestur á Staðarfelli seinustu vikurnar, eða frá 17.desember 2007. Ó, nei, ég var ekki í langtíma meðferð þarna á Fellsströnd í Dölum, þetta er bara vinnan mín hjá SÁÁ. Semsagt, lifi enn.  Slóð á Dalina: http://www.dalir.is/

Hér er mynd af Staðarfelli, en það er gamalt höfuðból og þar bjó Þórður Gilsson, faðir Hvamms-Sturlu, á 12. öld. Á Staðarfelli var starfræktur húsmæðraskóli frá 1927 til 1976.

Staðarfell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband