Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Ísland brennur!

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um stöðu mála á Íslandi, þið eruð örugglega niðurdregin, þunglynd, kvíðin, eða bara fljótandi í áhyggjulausri afneitun, eins og að synda með kút - sem við gerðum í æsku, eða þá að þið eruð þegar til í bardagann og hafið klæðst brynju hreinlyndis og hafið sverð í hendi.

Hvað verður, veit ég ekki.

En ég er svo skrítinn að mér finnst viðeigandi að setja tvö lög á spilarann hér til hliðar, það eru lög sem Bob Dylan söng hér í Reykjavík þann 26.maí í fyrra. Þetta eru bestu hljómgæði sem hægt er að fá frá þessum  tónleikum, svona c + EN MÉR FINNST ÞETTA EKKI BARA ÆÐILEGT HELDUR VIÐEIGANDI Á ÍSLANDI Í DAG. Lögin heit: "The Leeve´s Gonna Break" og "Tryin´to Get to Heaven" 

 Humm og það er nú það, já og svo bætti ég "Nettie More" inn líka af því það hljómar svo fallega í þessari upptöku frá "Nýja" salnum í Laugardalshöllinni.


Leo Kottke á Bluesfest 2007

Leo Kottke þekki ég nú ekki mikið, hef hlustað á nokkur tóndæmi, hann er fæddur í Atlanta,Georgia, en menntast í Minnesota. Leikur á 6 og 12 strengja gítar blues, folk og jazz og bluegrass. Hann leikur einnig á mörg önnur hljóðfæri. 1975 gaf hann út sína þriðju eða fjórðu plötu og það hefur líklega verið við upptökur hennar sem hann hitti Bob Dylan, talaði við hann í einn og hálfan klukkutíma án þess að vita að náunginn væri Bob Dylan (hann hefur sagt skemmtilega frá þessu)

Það voru 3 upptökustúdíó þarna í sama húsi, en Dylan var á staðnum (Minneapoli minnir mig, allavega í Minnesota) að taka upp víðfrægar viðbótarupptökur á Blood on the Tracks (1974) - en platan hafði verið tekin upp í NYC og var "tilbúin"en Dylan var ekki sáttur og með aðstoð bróður síns fékk hann tónlistamenn af svæðinu með sér í stúdíó. Þeir gerðu fína hluti og þannig var platan gefin út, með mun hvassari í tón á nokkrum lögum, en margir halda meira upp á NYC útgáfuna sem hefur lengi verið fáanleg í ólöglegri bootleg útgáfu/eða útgáfum.

Hér að ofan er mynd af umslagi plötunnar sem Leo Kottke gaf út 1975.

 


Höfundur

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Já ég er Snæfellingur o.s.fr. þannig get ég lýst lífi mínu, en ef þið viljið vita eitthað meira - sláið þá bara á nefið mitt eða hattinn, ég setti einhverjar staðreyndir hér fyrir innan. Possi.

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband